Mexíkó fjórði stærsti bílaútflytjandi heims Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2014 10:45 Bíll settur saman í Mexíkó. Trevor Snapp Photography Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent
Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent