Húðflúr með persónu úr Breaking Bad Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Gunnar Valdimarsson, húðflúrari, langar að gera flúr með Jesse Pinkman úr Breaking Bad þáttunum vinsælu. Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira