Meistaraleg tilviljun Betu beikon Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2013 12:00 Elísabet Ólafsdóttir er ein af þeim heppnu og fékk draumastarf hjá RÚV í meistaramánuði. mynd/gva Elísabet Ólafsdóttir fékk draum sinn uppfylltan þegar hún tók fyrst þátt í meistaramánuði með háleit og skýr markmið. Hún segir meistaramánuðinn snúast um að gera fólk hamingjusamt og ánægt með sjálft sig og að markmiðin geti snúist um smákökubakstur til maraþonshlaups og allt þar á milli. „Meistaramánuðurinn gjörbreytti lífi mínu,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, vefumsjónarkona hjá Ríkisútvarpinu. Elísabet var atvinnulaus þegar hún fyrst tók þátt í meistaramánuði árið 2011 og fékk draumastarfið á síðasta degi mánaðarins. „Ég hafði verið í atvinnuleit eftir fæðingarorlof og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að uppfylla markmið mín en eitt af þeim var að fá vinnu áður en meistaramánuður var úti. Þann 31. október, síðasta dag mánaðarins, bauðst mér svo draumastarfið en bókstaflega allir sem mig þekkja höfðu haft samband þegar sú atvinnuauglýsing birtist svo hún færi ekki fram hjá mér. Þannig var það kannski meistaraleg tilviljun að ég endaði í draumastarfinu á RÚV síðasta meistaradaginn og kannski ekki.“ Elísabet segist þegar hafa verið byrjuð að taka til í sjálfri sér þegar hún ákvað að taka þátt í meistaramánuði. „Ég fann að taktík meistaramánaðarins hentaði mér því það skiptir sköpum að skrifa niður markmið sín. Að vita hvað maður vill er nefnilega hálf leiðin, hvort sem fólk kallar það að biðja, „secret-a“ eða annað. Markmiðin þurfa þó að vera raunhæf og mikilvægt að ætla sér ekki um of,“ segir Elísabet, sem kveðst vera meistari að upplagi. Því hafi markmið hennar verið ólík markmiðum flestra sem taka þátt í meistaramánuði til að bæta lífsstílinn. „Ég er svo heppin að vera A-manneskja að eðlisfari. Ég reyki hvorki né drekk og vakna skælbrosandi klukkan hálfsjö á morgnana yfir því að kominn sé nýr dagur með fjölskyldunni. Það er dásamlegt að líða þannig, jafnvel þótt það hljómi svolítið væmið,“ segir Elísabet brosmild. Í fyrra setti hún sér meistaramarkmið um að vera frábær mamma, leika við barnið sitt, baka og vera húsfrú, og í ár ætlar hún að lesa inn á hljóðbækur og fleira sem setið hefur á hakanum. „Meistaramánuður snýst um að gera mann hamingjusaman og ánægðan með sjálfan sig. Markmið eru svo jafn ólík og fólkið er margt. Mánuðurinn snýst um að skoða hvar einstaklingurinn stendur, hvað hann vill og hvort hann geti náð þangað. Mér þótti uppörvandi að fylgjast með meistaramánuðinum á Facebook og sjá venjulegt fólk etja kappi við drauma sína, hvort sem það var að bjóða í kaffi og baka tvær sortir, hlaupa maraþon eða horfa á gott sjónvarp með poppi og kók.“ Elísabet er mörgum kunn undir viðurnefninu Beta rokk en segist nú vera kölluð Beta beikon. „Reyndar kom matur aldrei við sögu í meistaramánuði mínum því ég var löngu byrjuð að taka til í sjálfri mér og komin í 12 spora kerfi matarfíkla með afbragðs árangri. Svo lengi sem ég sleppi Snickers og fæ mitt beikon og egg hefur verið áreynslulítið að losna við fjörutíu kíló á fjórum árum.“ Meistaramánuður Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Elísabet Ólafsdóttir fékk draum sinn uppfylltan þegar hún tók fyrst þátt í meistaramánuði með háleit og skýr markmið. Hún segir meistaramánuðinn snúast um að gera fólk hamingjusamt og ánægt með sjálft sig og að markmiðin geti snúist um smákökubakstur til maraþonshlaups og allt þar á milli. „Meistaramánuðurinn gjörbreytti lífi mínu,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, vefumsjónarkona hjá Ríkisútvarpinu. Elísabet var atvinnulaus þegar hún fyrst tók þátt í meistaramánuði árið 2011 og fékk draumastarfið á síðasta degi mánaðarins. „Ég hafði verið í atvinnuleit eftir fæðingarorlof og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að uppfylla markmið mín en eitt af þeim var að fá vinnu áður en meistaramánuður var úti. Þann 31. október, síðasta dag mánaðarins, bauðst mér svo draumastarfið en bókstaflega allir sem mig þekkja höfðu haft samband þegar sú atvinnuauglýsing birtist svo hún færi ekki fram hjá mér. Þannig var það kannski meistaraleg tilviljun að ég endaði í draumastarfinu á RÚV síðasta meistaradaginn og kannski ekki.“ Elísabet segist þegar hafa verið byrjuð að taka til í sjálfri sér þegar hún ákvað að taka þátt í meistaramánuði. „Ég fann að taktík meistaramánaðarins hentaði mér því það skiptir sköpum að skrifa niður markmið sín. Að vita hvað maður vill er nefnilega hálf leiðin, hvort sem fólk kallar það að biðja, „secret-a“ eða annað. Markmiðin þurfa þó að vera raunhæf og mikilvægt að ætla sér ekki um of,“ segir Elísabet, sem kveðst vera meistari að upplagi. Því hafi markmið hennar verið ólík markmiðum flestra sem taka þátt í meistaramánuði til að bæta lífsstílinn. „Ég er svo heppin að vera A-manneskja að eðlisfari. Ég reyki hvorki né drekk og vakna skælbrosandi klukkan hálfsjö á morgnana yfir því að kominn sé nýr dagur með fjölskyldunni. Það er dásamlegt að líða þannig, jafnvel þótt það hljómi svolítið væmið,“ segir Elísabet brosmild. Í fyrra setti hún sér meistaramarkmið um að vera frábær mamma, leika við barnið sitt, baka og vera húsfrú, og í ár ætlar hún að lesa inn á hljóðbækur og fleira sem setið hefur á hakanum. „Meistaramánuður snýst um að gera mann hamingjusaman og ánægðan með sjálfan sig. Markmið eru svo jafn ólík og fólkið er margt. Mánuðurinn snýst um að skoða hvar einstaklingurinn stendur, hvað hann vill og hvort hann geti náð þangað. Mér þótti uppörvandi að fylgjast með meistaramánuðinum á Facebook og sjá venjulegt fólk etja kappi við drauma sína, hvort sem það var að bjóða í kaffi og baka tvær sortir, hlaupa maraþon eða horfa á gott sjónvarp með poppi og kók.“ Elísabet er mörgum kunn undir viðurnefninu Beta rokk en segist nú vera kölluð Beta beikon. „Reyndar kom matur aldrei við sögu í meistaramánuði mínum því ég var löngu byrjuð að taka til í sjálfri mér og komin í 12 spora kerfi matarfíkla með afbragðs árangri. Svo lengi sem ég sleppi Snickers og fæ mitt beikon og egg hefur verið áreynslulítið að losna við fjörutíu kíló á fjórum árum.“
Meistaramánuður Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira