Grindavík ætlaði aldrei að fá Pavel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2013 00:01 Sverrir Þór Sverrisson gerði Grindavík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu með liðið. Fréttablaðið/Anton Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn. Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum