Ráðinn í stað fransks Óskarsverðlaunahafa Freyr Bjarnason skrifar 7. september 2013 12:00 Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“ Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“
Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira