Viltu verða stuðmóðir? Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. ágúst 2013 09:39 Æskuvinkona mín eignaðist barn fyrir nokkrum mánuðum. Eins og mér leiðist tal um bleiur og barnastóla þá verð ég nú að viðurkenna að ég gladdist þegar mér bárust fregnir af óléttu hennar. Henni fæddist sonur. Krummi og hann er eiginlega fullkominn. Ég og þessi vinkona mín höfum tekið upp á ýmsu í gegnum tíðina. Hún er skemmtileg, hugmyndarík og ótrúlega fyndin. Við vorum nú samt eiginlega óbærilegir unglingar, þó að við værum ósköp saklausar inn við beinið. Við klæddumst íþróttagöllum um allan vesturbæ, gerðum símaat og reyndum eftir fremsta megni að verða ekki handteknar við þá iðju, svo langt gengum við á köflum. Við erum eiginlega ekki ennþá hættar að gera símaat en við erum þó komnar úr íþróttaalklæðnaði og í talsvert smartari blússur, að eigin mati. Þegar Krummi kom í heiminn fór ég upp á fæðingardeild og barði hann augum. Við urðum strax vinir. Vinkona mín spurði mig þegar ég hélt á litla, fallega drengnum hennar í fyrsta sinn hvort ég vildi verða stuðmóðir barnsins? Ég horfði á hana örlítið undrandi og velti fyrir mér hvað fólst í titlinum. Ég skildi alveg af hverju ég yrði ekki guðmóðir barnsins, enda aldrei vitað til þess að vinkonan færi í messur á sunnudögum eða bæði sérstaklega til Guðs. Þannig að ég gerði ekki ráð fyrir því að Krummi hlyti sérstaklega trúarlegt uppeldi. Og ég sagði bara já. Núna er ég stuðmóðir Krumma. Titillinn einhvernveginn smellpassar og mér finnst ég eiga meira í honum fyrir vikið. Ég vildi bara segja ykkur verðandi mæðrum að þessi útsjónarsama vinkona mín vissi alveg hvað hún var að gera. Svona nefninlega fáið þið pössunarpíu fyrir lífstíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Æskuvinkona mín eignaðist barn fyrir nokkrum mánuðum. Eins og mér leiðist tal um bleiur og barnastóla þá verð ég nú að viðurkenna að ég gladdist þegar mér bárust fregnir af óléttu hennar. Henni fæddist sonur. Krummi og hann er eiginlega fullkominn. Ég og þessi vinkona mín höfum tekið upp á ýmsu í gegnum tíðina. Hún er skemmtileg, hugmyndarík og ótrúlega fyndin. Við vorum nú samt eiginlega óbærilegir unglingar, þó að við værum ósköp saklausar inn við beinið. Við klæddumst íþróttagöllum um allan vesturbæ, gerðum símaat og reyndum eftir fremsta megni að verða ekki handteknar við þá iðju, svo langt gengum við á köflum. Við erum eiginlega ekki ennþá hættar að gera símaat en við erum þó komnar úr íþróttaalklæðnaði og í talsvert smartari blússur, að eigin mati. Þegar Krummi kom í heiminn fór ég upp á fæðingardeild og barði hann augum. Við urðum strax vinir. Vinkona mín spurði mig þegar ég hélt á litla, fallega drengnum hennar í fyrsta sinn hvort ég vildi verða stuðmóðir barnsins? Ég horfði á hana örlítið undrandi og velti fyrir mér hvað fólst í titlinum. Ég skildi alveg af hverju ég yrði ekki guðmóðir barnsins, enda aldrei vitað til þess að vinkonan færi í messur á sunnudögum eða bæði sérstaklega til Guðs. Þannig að ég gerði ekki ráð fyrir því að Krummi hlyti sérstaklega trúarlegt uppeldi. Og ég sagði bara já. Núna er ég stuðmóðir Krumma. Titillinn einhvernveginn smellpassar og mér finnst ég eiga meira í honum fyrir vikið. Ég vildi bara segja ykkur verðandi mæðrum að þessi útsjónarsama vinkona mín vissi alveg hvað hún var að gera. Svona nefninlega fáið þið pössunarpíu fyrir lífstíð.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun