Komust í klikkaðar græjur frá Kraftwerk Kristjana Arnarsdóttir skrifar 22. júlí 2013 07:30 Þeir Berndsen og Hermigervill vinna að nýrri plötu. Titillag hennar er tekið upp með græjum sem áður voru í eigu Kraftwerk. Fréttablaðið/gva „Þegar ég sá þessar græjur hugsaði ég með mér að ég yrði hreinlega að fá að nota þær," segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, sem um þessar mundir vinnur að gerð nýrrar plötu ásamt Sveinbirni Thorarensen, öllu þekktari undir listamannsnafninu Hermigervill. Davíð var nýverið í Hollandi þar sem hann komst í kynni við heimamann sem hafði keypt græjur úr upptökustúdíói þýsku rafhljómsveitarinnar Kraftwerks. Það varð úr að Davíð fékk leyfi til þess að nota græjurnar við upptökur á eigin efni. „Sveinbjörn bjó í Antwerpen og hann tók bara fyrstu lest yfir og við fórum strax að vinna í efninu," segir Davíð. Þeir félagar luku við titillag plötunnar og ber lagið heitið Planet Earth. „Þarna fengum við loksins þetta „sound" sem við vorum að leita að og er lagið undir miklum áhrifum frá Kraftwerk," bætir Davíð við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tvíeykið starfar saman en Sveinbjörn var Davíð innan handar við gerð plötunnar Lover in the Dark sem kom út árið 2009. Platan sem nú er í undirbúningi kemur með haustinu en titillagið, Planet Earth, fer í spilun á næstu dögum. Hann segir þá félaga deila gríðarlegum áhuga á gömlum græjum líkt og þeirri sem var í eigu Kraftwerk. „Tónlistin sem við gerum er undir miklum áhrifum eitís-tónlistar og við erum aðallega að nota svona gamlar græjur. Við eyðum nánast öllum laununum okkar í að kaupa svona gamalt drasl," segir Davíð hress að lokum. Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Þegar ég sá þessar græjur hugsaði ég með mér að ég yrði hreinlega að fá að nota þær," segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, sem um þessar mundir vinnur að gerð nýrrar plötu ásamt Sveinbirni Thorarensen, öllu þekktari undir listamannsnafninu Hermigervill. Davíð var nýverið í Hollandi þar sem hann komst í kynni við heimamann sem hafði keypt græjur úr upptökustúdíói þýsku rafhljómsveitarinnar Kraftwerks. Það varð úr að Davíð fékk leyfi til þess að nota græjurnar við upptökur á eigin efni. „Sveinbjörn bjó í Antwerpen og hann tók bara fyrstu lest yfir og við fórum strax að vinna í efninu," segir Davíð. Þeir félagar luku við titillag plötunnar og ber lagið heitið Planet Earth. „Þarna fengum við loksins þetta „sound" sem við vorum að leita að og er lagið undir miklum áhrifum frá Kraftwerk," bætir Davíð við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tvíeykið starfar saman en Sveinbjörn var Davíð innan handar við gerð plötunnar Lover in the Dark sem kom út árið 2009. Platan sem nú er í undirbúningi kemur með haustinu en titillagið, Planet Earth, fer í spilun á næstu dögum. Hann segir þá félaga deila gríðarlegum áhuga á gömlum græjum líkt og þeirri sem var í eigu Kraftwerk. „Tónlistin sem við gerum er undir miklum áhrifum eitís-tónlistar og við erum aðallega að nota svona gamlar græjur. Við eyðum nánast öllum laununum okkar í að kaupa svona gamalt drasl," segir Davíð hress að lokum.
Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira