Yrðlingurinn Funi stelur athygli frá Þríhnúkagíg Sara McMahon skrifar 20. júlí 2013 07:00 Yrðlingurinn Funi vekur mikla athygli viðskiptavina Þríhnúka. „Einn af leiðsögumönnum okkar er grenjaskytta og ég held að hann hafi séð aumur á þessum. Hann kom með yrðlinginn til okkar þegar hann var pínulítill, um tíu daga gamall, og hann hefur verið hjá okkur síðan,“ segir Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka. Starfsfólk fyrirtækisins hefur alið lítinn yrðling við búðir fyrirtækisins í Bláfjöllum og hefur sá vakið mikla athygli gesta. „Hann vekur verulega athygli. Þegar hann var lítill kepptist fólk við að halda á honum og mynda hann þannig að það er mikil skemmtun að hafa hann þarna. Hann er í raun meginaðdráttaraflið þessa dagana,“ segir Björn og hlær. Yrðlingurinn hefur dvalið við búðirnar frá því í byrjun júní og var í fyrstu alinn á mjólk og kattamat. „Nú borðar hann nánast allt og þá helst kjöt. Upphaflega höfðum við hann í búri en nú heldur hann til í kringum búðirnar og kemur reglulega og fær að borða. Það er leikur í honum og honum finnst gaman að vera í kringum fólk.“Í bílferð Hér er Funi á leið til dýralæknis.Er kvenkyn Yrðlingurinn hlaut nafnið Funi en nokkru eftir nafngiftina kom í ljós að dýrið hafði verið ranglega kyngreint. „Hann fékk nafnið Funi. Þetta er reyndar kvenkyn en það kom ekki í ljós fyrr en búið var að nefna hann.“ Að sögn Björns hlýðir Funi kalli og kemur um leið og kallað er á hana í mat. Björn ÓlafssonFyrirtækið býður upp á skipulagðar ferðir ofan í Þríhnúkagíg, sem er kvikuþró kulnaðs eldfjalls, og er aðeins með ferðir að sumri til. Björn telur líklegt að leiðir hans og Funa muni skilja um leið og hausta tekur. „Yfirleitt venjast refir frá fólki með tíð og tíma. Þeir fara lengra og lengra í burtu frá heimilinu og svo einn daginn hverfa þeir, þannig að ég á von á því að leiðir okkar muni skilja með haustinu. Eðlið er svo ríkt í þeim,“ segir hann að lokum. Besti vinur Funa er husky hundurinn Frosti, sá er í eigu eins starfsmanns fyrirtækisins. Þaðan er nafn yrðlingsins komið: frost og funi. Dýr Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Einn af leiðsögumönnum okkar er grenjaskytta og ég held að hann hafi séð aumur á þessum. Hann kom með yrðlinginn til okkar þegar hann var pínulítill, um tíu daga gamall, og hann hefur verið hjá okkur síðan,“ segir Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka. Starfsfólk fyrirtækisins hefur alið lítinn yrðling við búðir fyrirtækisins í Bláfjöllum og hefur sá vakið mikla athygli gesta. „Hann vekur verulega athygli. Þegar hann var lítill kepptist fólk við að halda á honum og mynda hann þannig að það er mikil skemmtun að hafa hann þarna. Hann er í raun meginaðdráttaraflið þessa dagana,“ segir Björn og hlær. Yrðlingurinn hefur dvalið við búðirnar frá því í byrjun júní og var í fyrstu alinn á mjólk og kattamat. „Nú borðar hann nánast allt og þá helst kjöt. Upphaflega höfðum við hann í búri en nú heldur hann til í kringum búðirnar og kemur reglulega og fær að borða. Það er leikur í honum og honum finnst gaman að vera í kringum fólk.“Í bílferð Hér er Funi á leið til dýralæknis.Er kvenkyn Yrðlingurinn hlaut nafnið Funi en nokkru eftir nafngiftina kom í ljós að dýrið hafði verið ranglega kyngreint. „Hann fékk nafnið Funi. Þetta er reyndar kvenkyn en það kom ekki í ljós fyrr en búið var að nefna hann.“ Að sögn Björns hlýðir Funi kalli og kemur um leið og kallað er á hana í mat. Björn ÓlafssonFyrirtækið býður upp á skipulagðar ferðir ofan í Þríhnúkagíg, sem er kvikuþró kulnaðs eldfjalls, og er aðeins með ferðir að sumri til. Björn telur líklegt að leiðir hans og Funa muni skilja um leið og hausta tekur. „Yfirleitt venjast refir frá fólki með tíð og tíma. Þeir fara lengra og lengra í burtu frá heimilinu og svo einn daginn hverfa þeir, þannig að ég á von á því að leiðir okkar muni skilja með haustinu. Eðlið er svo ríkt í þeim,“ segir hann að lokum. Besti vinur Funa er husky hundurinn Frosti, sá er í eigu eins starfsmanns fyrirtækisins. Þaðan er nafn yrðlingsins komið: frost og funi.
Dýr Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira