Alvöru vestri og gömul klassík 4. júlí 2013 08:30 Kvikmyndin Lone Ranger var frumsýnd í gær en myndin skartar stórleikaranum Johnny Depp í aðalhlutverki. Depp leikur indíánann Tonto sem berst gegn spillingu og græðgi í villta vestrinu ásamt lögregluþjóninum fyrrverandi, John Reid eða „Lone Ranger“. Það er leikarinn Armie Hammer sem fer með hlutverk Lone Ranger en einhverjir gætu kannast við kauða úr Facebook-myndinni The Social Network, þar sem hann lék tvíburana Cameron og Tyler Winklevoss. Það er leikstjórinn Gore Verbinski sem leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig þríleiknum Pirates of the Caribbean. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem þeir Verbinski og Depp starfa saman. Disney-samsteypan og Jerry Bruckheimer Films framleiða myndina. Bíó Paradís sýnir í kvöld kvikmyndina Hard Ticket to Hawaii frá árinu 1987, en í sumar mun kvikmyndahúsið sýna tvær klassískar kvikmyndir í viku hverri. Hard Ticket to Hawaii segir frá útsendurunum Donnu og Taryn sem stöðva afhendingu á demöntum fyrir slysni, en demantarnir voru ætlaðir eiturlyfjabaróninum Seth Romero. Seth er ákveðinn í að ná í demantana og í kjölfarið brýst út hröð atburðarás, sem flækist enn frekar þegar baneitruð risaslanga sleppur laus. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin Lone Ranger var frumsýnd í gær en myndin skartar stórleikaranum Johnny Depp í aðalhlutverki. Depp leikur indíánann Tonto sem berst gegn spillingu og græðgi í villta vestrinu ásamt lögregluþjóninum fyrrverandi, John Reid eða „Lone Ranger“. Það er leikarinn Armie Hammer sem fer með hlutverk Lone Ranger en einhverjir gætu kannast við kauða úr Facebook-myndinni The Social Network, þar sem hann lék tvíburana Cameron og Tyler Winklevoss. Það er leikstjórinn Gore Verbinski sem leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig þríleiknum Pirates of the Caribbean. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem þeir Verbinski og Depp starfa saman. Disney-samsteypan og Jerry Bruckheimer Films framleiða myndina. Bíó Paradís sýnir í kvöld kvikmyndina Hard Ticket to Hawaii frá árinu 1987, en í sumar mun kvikmyndahúsið sýna tvær klassískar kvikmyndir í viku hverri. Hard Ticket to Hawaii segir frá útsendurunum Donnu og Taryn sem stöðva afhendingu á demöntum fyrir slysni, en demantarnir voru ætlaðir eiturlyfjabaróninum Seth Romero. Seth er ákveðinn í að ná í demantana og í kjölfarið brýst út hröð atburðarás, sem flækist enn frekar þegar baneitruð risaslanga sleppur laus.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira