Kínversk borg byggð í Hvíta-Rússlandi Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 10. júní 2013 06:00 Alexander Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands, hefur leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu. Myndin er frá heimsókn hans til Kína árið 2008 en með honum er Hu Jintao, þáverandi forseti Kína.NordicPhotos/AFP Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti. Erlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti.
Erlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira