Vinnum allt að ári Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2013 08:00 Böðvar Guðjónsson með Brynjari Þór Björnssyni og Helga Má Magnússyni. Mynd/Ernir KR-ingar fóru sérstaka leið með karlalið sitt í vetur. Þeir voru eina liðið í Dominos-deildinni sem treysti á Íslendinga í lykilhlutverkum. Þeir strákar voru þess utan uppaldir hjá félaginu. Til stuðnings voru fengnir ódýrir erlendir leikmenn sem höfðu ákaflega lítið fram að færa. Þessi virðingarverða tilraun skilaði liðinu í undanúrslit gegn Grindavík þar sem liðið virkaði alltaf númeri minna. „Það var ekkert sem benti til þess að þetta KR-lið væri á leið í undanúrslit er við lentum í sjöunda sæti í deildinni. Við náðum að snúa blaðinu aðeins við en lengra komumst við ekki. Grindavík er búið að vera jafnbesta liðið í vetur og við réðum ekki við þá,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. Er hann sáttur við árangurinn og þá stefnu sem félagið tók? „Það gefur augaleið að við erum aldrei sáttir nema við vinnum titilinn. Þannig er metnaðurinn í Vesturbænum. Ef við horfum á tímabilið í heildina og liðin í deildinni þá sjáum við hvað íslenski körfuboltinn snýst um. Þeir sem eru að draga vagninn í öðrum liðum eru útlendingarnir,“ sagði Böðvar og bendir á lokaleikinn gegn Grindavík. „Grindavík er með Aaron Broussard sem klárar leikinn fyrir þá. Zeglinski skorar líka mikið. Ef við hefðum verið með Aaron Broussard í okkar liði í vetur þá værum við búnir að slá Grindvíkingana út.“ Fyrst að staðan er þannig er eðlilegt að spyrja hvort það hafi verið mistök að fara með þetta upplegg inn í mótið? „Eigum við ekki frekar að segja að við því miður lentum við í vandræðum með útlendinga í vetur. Við skiptum upprunalegu mönnunum út og annar þeirra sem kom eftir áramót olli vonbrigðum. Ég sé ekki eftir neinu. Við tókum þessa ákvörðun og komumst í undanúrslit eftir erfiðan vetur,“ sagði Böðvar en hann viðurkennir að útlendingarnir hafi verið ekki jafn dýrir og undanfarin ár. Spilamennskan gaf það reyndar til kynna. Breytingar verða á deildinni næsta vetur þar sem aðeins einn útlendingur má vera inni á hverju sinni. „Sem betur fer er fjórir plús einn kerfi á næsta ári og ég ætla rétt að vona að hreyfingin fari ekki að hringla með það aftur. Það er komið nóg af því. Við stöndum vel að vígi á næsta ári og þá verðum við með fantalið. Við erum bjartsýnir fyrir næsta vetur,“ sagði Böðvar en hann gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á liðinu fyrir utan að Kristófer Acox er á leiðinni utan í skóla. KR mun aftur á móti líklega endurheimta Matthías Orra Sigurðsson, sem er á heimleið frá Bandaríkjunum. Fyrir utan að spila á heimamönnum þá var Helgi Már Magnússon bæði leikmaður og þjálfari. Hann gaf til kynna eftir leikinn á fimmtudag að hann myndi jafnvel hætta með liðið. „Það hentar honum betur að vera bara leikmaður því hann er í fullri vinnu eins og margir aðrir. Við munum skoða þjálfaramálin í næstu viku. Við munum ekki leita til útlanda í þeim málum. Við erum með fullt af flottum þjálfurum í KR og byrjum á að horfa á þá,“ sagði Böðvar. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðsins, kom á bekk karlaliðsins eftir áramót og var Böðvar ánægður með hans framlag. Formaðurinn er kokhraustur fyrir næsta tímabil og segir að menn hugsi stórt í Vesturbænum. „Við ætlum að byrja á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki núna. Það er alveg ljóst að þetta verður ekki titlalaust ár í Vesturbænum. Síðan ætlum við að taka allt sem í boði er í karla- og kvennaflokki á næsta ári.“ Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
KR-ingar fóru sérstaka leið með karlalið sitt í vetur. Þeir voru eina liðið í Dominos-deildinni sem treysti á Íslendinga í lykilhlutverkum. Þeir strákar voru þess utan uppaldir hjá félaginu. Til stuðnings voru fengnir ódýrir erlendir leikmenn sem höfðu ákaflega lítið fram að færa. Þessi virðingarverða tilraun skilaði liðinu í undanúrslit gegn Grindavík þar sem liðið virkaði alltaf númeri minna. „Það var ekkert sem benti til þess að þetta KR-lið væri á leið í undanúrslit er við lentum í sjöunda sæti í deildinni. Við náðum að snúa blaðinu aðeins við en lengra komumst við ekki. Grindavík er búið að vera jafnbesta liðið í vetur og við réðum ekki við þá,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. Er hann sáttur við árangurinn og þá stefnu sem félagið tók? „Það gefur augaleið að við erum aldrei sáttir nema við vinnum titilinn. Þannig er metnaðurinn í Vesturbænum. Ef við horfum á tímabilið í heildina og liðin í deildinni þá sjáum við hvað íslenski körfuboltinn snýst um. Þeir sem eru að draga vagninn í öðrum liðum eru útlendingarnir,“ sagði Böðvar og bendir á lokaleikinn gegn Grindavík. „Grindavík er með Aaron Broussard sem klárar leikinn fyrir þá. Zeglinski skorar líka mikið. Ef við hefðum verið með Aaron Broussard í okkar liði í vetur þá værum við búnir að slá Grindvíkingana út.“ Fyrst að staðan er þannig er eðlilegt að spyrja hvort það hafi verið mistök að fara með þetta upplegg inn í mótið? „Eigum við ekki frekar að segja að við því miður lentum við í vandræðum með útlendinga í vetur. Við skiptum upprunalegu mönnunum út og annar þeirra sem kom eftir áramót olli vonbrigðum. Ég sé ekki eftir neinu. Við tókum þessa ákvörðun og komumst í undanúrslit eftir erfiðan vetur,“ sagði Böðvar en hann viðurkennir að útlendingarnir hafi verið ekki jafn dýrir og undanfarin ár. Spilamennskan gaf það reyndar til kynna. Breytingar verða á deildinni næsta vetur þar sem aðeins einn útlendingur má vera inni á hverju sinni. „Sem betur fer er fjórir plús einn kerfi á næsta ári og ég ætla rétt að vona að hreyfingin fari ekki að hringla með það aftur. Það er komið nóg af því. Við stöndum vel að vígi á næsta ári og þá verðum við með fantalið. Við erum bjartsýnir fyrir næsta vetur,“ sagði Böðvar en hann gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á liðinu fyrir utan að Kristófer Acox er á leiðinni utan í skóla. KR mun aftur á móti líklega endurheimta Matthías Orra Sigurðsson, sem er á heimleið frá Bandaríkjunum. Fyrir utan að spila á heimamönnum þá var Helgi Már Magnússon bæði leikmaður og þjálfari. Hann gaf til kynna eftir leikinn á fimmtudag að hann myndi jafnvel hætta með liðið. „Það hentar honum betur að vera bara leikmaður því hann er í fullri vinnu eins og margir aðrir. Við munum skoða þjálfaramálin í næstu viku. Við munum ekki leita til útlanda í þeim málum. Við erum með fullt af flottum þjálfurum í KR og byrjum á að horfa á þá,“ sagði Böðvar. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðsins, kom á bekk karlaliðsins eftir áramót og var Böðvar ánægður með hans framlag. Formaðurinn er kokhraustur fyrir næsta tímabil og segir að menn hugsi stórt í Vesturbænum. „Við ætlum að byrja á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki núna. Það er alveg ljóst að þetta verður ekki titlalaust ár í Vesturbænum. Síðan ætlum við að taka allt sem í boði er í karla- og kvennaflokki á næsta ári.“
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira