Rotaðist en hélt leik áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2013 06:00 Justin Shouse á enn eftir að verða Íslandsmeistari og er greinilega tilbúinn að fórna sér til þess að ná því. Fréttablaðið/Valli Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira