Yngstur í góðum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2013 06:00 Friðrik Ragnarsson og sonur hans Elvar Már. Friðrik varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík sem leikmaður. Mynd/Valli Elvar Már Friðriksson varð 18 ára í nóvember síðastliðnum en er í risastóru hlutverki hjá spútnikliði Njarðvíkinga sem hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld. Elvar Már var meðal efstu manna í deildinni í vetur í bæði stigum (15. sæti) og stoðsendingum (9. sæti) og átti mikinn þátt í frábærri frammistöðu Njarðvíkurliðsins í seinni hlutanum. Elvar Már skoraði 19,1 stig að meðaltali í deildarleikjunum 22 í vetur og komst þar með í úrvalshóp í Njarðvíkinni sem hefur framleitt marga af mestu stigatröllum úrvalsdeildarinnar í gegnum tíðina. Það hafa aðeins fjórir aðrir íslenskir leikmenn náð að skora yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í úrvalsdeildinni og enginn þeirra náði því fyrir 19 ára afmælisdaginn. Það eru enn átta mánuðir í það að Elvar blási á 19 kerti.Logi átti metið í Njarðvík Logi Gunnarsson átti áður metið en hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann skoraði 20,7 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í deildarkeppninni 2000-01. Hinir þrír eru þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Brenton Joe Birmingham en sá síðastnefndi náði tveimur 19 stiga tímabilum eftir að hann fékk íslenskt vegabréf. Valur og Teitur áttu báðir sex tímabil þar sem þeir skoruðu 19 stig eða meira í leik, þar af skoraði Valur yfir 20 stig öll þessi sex tímabil. Elvar Már fæddist í nóvember 1994 þegar faðir hans, Friðrik Ragnarsson, var á leiðinni að verða Íslandsmeistari með Njarðvík annað árið í röð. Friðrik skoraði mest 15,1 stig í leik á einu tímabili og er strákurinn þegar búinn að gera betur hvað varðar stigaskor á tímabili. Elvar Már og félagar í Njarðvík fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir heimsækja Snæfell í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell er aðeins eitt af tveimur liðum sem hinu unga liði Njarðvíkur tókst ekki að leggja í deildarkeppninni en hitt var deildarmeistarar Grindavíkur. 19+ stiga tímabil Íslendinga með NjarðvíkValur Ingimundarson 6 sinnum Fyrst á 21. aldursári 1982-83Teitur Örlygsson 6 sinnum Fyrst á 22. aldursári 1988-89Logi Gunnarsson 2 sinnum Fyrst á 20. aldursári 2000-01Brenton Birmingham* 2 sinnum Fyrst á 30. aldursári 2001-02* Varð Íslendingur í maí 2001Elvar Már Friðriksson 1 sinni Fyrst á 19. aldursári 2012-13 Flest stig Íslendings á tímabili fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla:25,7 Valur Ingimundarson 1984-85 25,7 Valur Ingimundarson 1986-86 23,9 Valur Ingimundarson 1983-84 23,3 Valur Ingimundarson 1982-83 22,0 Brenton Birmingham* 2001-02 21,8 Valur Ingimundarson 1986-87 21,2 Teitur Örlygsson 1995-96 21,0 Brenton Birmingham* 2007-08 20,8 Teitur Örlygsson 1992-93 20,9 Logi Gunnarsson 2008-09 20,7 Logi Gunnarsson 2000-01 20,6 Valur Ingimundarson 1987-88 20,3 Teitur Örlygsson 1991-92 19,9 Teitur Örlygsson 1990-91 19.9 Teitur Örlygsson 1988-89 19,3 Teitur Örlygsson 1989-90 19,1 Elvar Már Friðriksson 2012-13* Varð Íslendingur í maí 2001 Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Elvar Már Friðriksson varð 18 ára í nóvember síðastliðnum en er í risastóru hlutverki hjá spútnikliði Njarðvíkinga sem hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld. Elvar Már var meðal efstu manna í deildinni í vetur í bæði stigum (15. sæti) og stoðsendingum (9. sæti) og átti mikinn þátt í frábærri frammistöðu Njarðvíkurliðsins í seinni hlutanum. Elvar Már skoraði 19,1 stig að meðaltali í deildarleikjunum 22 í vetur og komst þar með í úrvalshóp í Njarðvíkinni sem hefur framleitt marga af mestu stigatröllum úrvalsdeildarinnar í gegnum tíðina. Það hafa aðeins fjórir aðrir íslenskir leikmenn náð að skora yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í úrvalsdeildinni og enginn þeirra náði því fyrir 19 ára afmælisdaginn. Það eru enn átta mánuðir í það að Elvar blási á 19 kerti.Logi átti metið í Njarðvík Logi Gunnarsson átti áður metið en hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann skoraði 20,7 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í deildarkeppninni 2000-01. Hinir þrír eru þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Brenton Joe Birmingham en sá síðastnefndi náði tveimur 19 stiga tímabilum eftir að hann fékk íslenskt vegabréf. Valur og Teitur áttu báðir sex tímabil þar sem þeir skoruðu 19 stig eða meira í leik, þar af skoraði Valur yfir 20 stig öll þessi sex tímabil. Elvar Már fæddist í nóvember 1994 þegar faðir hans, Friðrik Ragnarsson, var á leiðinni að verða Íslandsmeistari með Njarðvík annað árið í röð. Friðrik skoraði mest 15,1 stig í leik á einu tímabili og er strákurinn þegar búinn að gera betur hvað varðar stigaskor á tímabili. Elvar Már og félagar í Njarðvík fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir heimsækja Snæfell í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell er aðeins eitt af tveimur liðum sem hinu unga liði Njarðvíkur tókst ekki að leggja í deildarkeppninni en hitt var deildarmeistarar Grindavíkur. 19+ stiga tímabil Íslendinga með NjarðvíkValur Ingimundarson 6 sinnum Fyrst á 21. aldursári 1982-83Teitur Örlygsson 6 sinnum Fyrst á 22. aldursári 1988-89Logi Gunnarsson 2 sinnum Fyrst á 20. aldursári 2000-01Brenton Birmingham* 2 sinnum Fyrst á 30. aldursári 2001-02* Varð Íslendingur í maí 2001Elvar Már Friðriksson 1 sinni Fyrst á 19. aldursári 2012-13 Flest stig Íslendings á tímabili fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla:25,7 Valur Ingimundarson 1984-85 25,7 Valur Ingimundarson 1986-86 23,9 Valur Ingimundarson 1983-84 23,3 Valur Ingimundarson 1982-83 22,0 Brenton Birmingham* 2001-02 21,8 Valur Ingimundarson 1986-87 21,2 Teitur Örlygsson 1995-96 21,0 Brenton Birmingham* 2007-08 20,8 Teitur Örlygsson 1992-93 20,9 Logi Gunnarsson 2008-09 20,7 Logi Gunnarsson 2000-01 20,6 Valur Ingimundarson 1987-88 20,3 Teitur Örlygsson 1991-92 19,9 Teitur Örlygsson 1990-91 19.9 Teitur Örlygsson 1988-89 19,3 Teitur Örlygsson 1989-90 19,1 Elvar Már Friðriksson 2012-13* Varð Íslendingur í maí 2001
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira