Björgun prinsessanna Brynhildur Björnsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 „Engin er eins sæt og góð og Dimmalimmalimm. Og engin er eins hýr og rjóð, stór, sterk, klár, dugleg, og skemmtileg og Dimmalimmalimm.“ Svona breyti ég ævintýrum fyrir litlu prinsessurnar mínar áður en þær fara að sofa á kvöldin. Auðvitað eru dætur mínar ekki konungbornar en það þykir bæði jákvætt og lýsa væntumþykju að kalla litlar stúlkur prinsessur og prinsessurnar í Disneymyndunum eru til að mynda gríðarlega vel markaðssettur hópur fyrirmynda þar sem allar litlar stelpur geta fundið samsvörun og eftirlæti. Flestar lenda þessar Disneyprinsessur í erfiðum, jafnvel vonlausum, aðstæðum og þeirra eina von er að prins komi og bjargi þeim. Dvergarnir og smádýrin eru þess ekki umkomin að bjarga lífi Mjallhvítar, og góðu álfkonurnar mega sín einskis þegar Þyrnirós er í vanda. Hafmeyjan Aríel bjargar reyndar prinsinum en það er bara hann sem getur veitt það sem hún þráir heitast. Ekki nema von að sex ára séu stúlkur farnar að velta fyrir sér hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að tryggja sér svona prins, ef til dæmis skyldi hrökkva ofan í þær eða þær stinga sig eða vilji taka þátt í samfélaginu. Hvað þá ef fyrir þeim ætti að liggja að þræla allan daginn fyrir litla umbun og virðingu eins og Öskubuska. Til að ná í prins þarf að tileinka sér prinsessulegar dyggðir: vera góð við dýr, söngelsk, dugleg að þrífa og umfram allt grönn og falleg. Ef prinsessa uppfyllir ekki alveg öll þessi skilyrði er annar möguleiki að kyssa dýr, til dæmis svan eða frosk, nú eða finna hreinræktað skrímsli sem er ekki bara ljótt heldur líka vont og andstyggilegt, og vera svo dásamlega góð við það að það breytist í prins að lokum, eins og í Fríða og Dýrið. Í meistararitgerð um birtingarmyndir kvenna í Disneymyndum bendir Maríanna Clara Lúthersdóttir á rannsókn sem segir að því meira sem litlar stelpur horfa á barnaefni í sjónvarpi og kvikmyndum, því minni trú hafi þær á framtíðarmöguleikum sínum og því meira sem litlir drengir horfa á slíkt efni, því minni trú hafi þeir á getu stúlkna. Þessar niðurstöður eru dapurlegar en ættu ekki að koma neinum á óvart. Og þess vegna var það góð stund þegar sjö ára dóttir mín kom hlaupandi inn í herbergi þar sem ég breytti ævintýrum fyrir litlu systur hennar og sýndi mér mynd úr Andrésblaðinu sem hún var að lesa: „Sjáðu, mamma, löggustjórinn er stelpa. Hún bjargar sér alveg sjálf!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
„Engin er eins sæt og góð og Dimmalimmalimm. Og engin er eins hýr og rjóð, stór, sterk, klár, dugleg, og skemmtileg og Dimmalimmalimm.“ Svona breyti ég ævintýrum fyrir litlu prinsessurnar mínar áður en þær fara að sofa á kvöldin. Auðvitað eru dætur mínar ekki konungbornar en það þykir bæði jákvætt og lýsa væntumþykju að kalla litlar stúlkur prinsessur og prinsessurnar í Disneymyndunum eru til að mynda gríðarlega vel markaðssettur hópur fyrirmynda þar sem allar litlar stelpur geta fundið samsvörun og eftirlæti. Flestar lenda þessar Disneyprinsessur í erfiðum, jafnvel vonlausum, aðstæðum og þeirra eina von er að prins komi og bjargi þeim. Dvergarnir og smádýrin eru þess ekki umkomin að bjarga lífi Mjallhvítar, og góðu álfkonurnar mega sín einskis þegar Þyrnirós er í vanda. Hafmeyjan Aríel bjargar reyndar prinsinum en það er bara hann sem getur veitt það sem hún þráir heitast. Ekki nema von að sex ára séu stúlkur farnar að velta fyrir sér hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að tryggja sér svona prins, ef til dæmis skyldi hrökkva ofan í þær eða þær stinga sig eða vilji taka þátt í samfélaginu. Hvað þá ef fyrir þeim ætti að liggja að þræla allan daginn fyrir litla umbun og virðingu eins og Öskubuska. Til að ná í prins þarf að tileinka sér prinsessulegar dyggðir: vera góð við dýr, söngelsk, dugleg að þrífa og umfram allt grönn og falleg. Ef prinsessa uppfyllir ekki alveg öll þessi skilyrði er annar möguleiki að kyssa dýr, til dæmis svan eða frosk, nú eða finna hreinræktað skrímsli sem er ekki bara ljótt heldur líka vont og andstyggilegt, og vera svo dásamlega góð við það að það breytist í prins að lokum, eins og í Fríða og Dýrið. Í meistararitgerð um birtingarmyndir kvenna í Disneymyndum bendir Maríanna Clara Lúthersdóttir á rannsókn sem segir að því meira sem litlar stelpur horfa á barnaefni í sjónvarpi og kvikmyndum, því minni trú hafi þær á framtíðarmöguleikum sínum og því meira sem litlir drengir horfa á slíkt efni, því minni trú hafi þeir á getu stúlkna. Þessar niðurstöður eru dapurlegar en ættu ekki að koma neinum á óvart. Og þess vegna var það góð stund þegar sjö ára dóttir mín kom hlaupandi inn í herbergi þar sem ég breytti ævintýrum fyrir litlu systur hennar og sýndi mér mynd úr Andrésblaðinu sem hún var að lesa: „Sjáðu, mamma, löggustjórinn er stelpa. Hún bjargar sér alveg sjálf!“
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun