ÍSÍ er ekki lokaður klúbbur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2013 08:00 Líney Rut mótmælir því að ÍSÍ standi í vegi fyrir íþróttagreinum sem vilja komast inn í ÍSÍ. Mynd/GVA Haraldur Dean Nelson, stjórnarmaður hjá Mjölni og faðir Gunnars Nelson, var harðorður í garð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði hann ÍSÍ vera lokaðan klúbb sem hefði engan áhuga á íþróttum. Haraldur benti meðal annars á að lengi hefði verið reynt að koma brasilísku jújitsú inn í ÍSÍ án árangurs. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er ekki sammála þessari gagnrýni Haralds. „Ég hef talað við Harald en hef reyndar ekki talað við hann í einhver ár núna. Brasilískt jújitsú er enn sem komið er ekki með neitt alþjóðasamband sem er viðurkennt af Alþjóða ólympíunefndinni og sama á við um MMA eða blandaðar bardagalistir. Þar af leiðandi eigum við mjög erfitt með að taka það upp. Ég veit svo heldur ekki til þess að það liggi núna inni formleg umsókn hjá okkur fyrir brasilískt jújitsú eða MMA," segir Líney og bætir við að íþróttir þurfi að vera Ólympíuíþróttir eða viðurkenndar af Alþjóða Ólympíunefndinni til þess að komast inn í ÍSÍ. „Jújitsú er viðurkennd íþrótt en brasilískt jújitsú er það ekki. Þetta er tvennt ólíkt."Allar íþróttir eiga möguleika Haraldur talaði um í viðtalinu að það væri erfitt að koma nýjum íþróttum inn í ÍSÍ og að sambandið sýndi nýjum íþróttum ekki áhuga. „Ég vil mótmæla því. Við vorum að viðurkenna rathlaup á síðasta ári. Svo eru akstursíþróttir og kraftlyftingar líka ný sambönd hjá okkur. Ef greinar eru viðurkenndar af alþjóðasamböndum og lyfjamál eru í lagi þá eiga allar íþróttir möguleika að komast inn. Ég held að sé ekki rétt að við séum lokaður klúbbur sem standi í vegi fyrir nýjum íþróttum. Íþróttagreinar þurfa einfaldlega að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur til þess að komast inn," segir Líney en hvernig stóð á því að ÍSÍ vísaði Haraldi og félögum á Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, sem síðan sendi þá aftur yfir til ÍSÍ? „Íþróttir þurfa að vera aðili að héraðssambandi eða íþróttabandalagi eins og ÍBR. Til þess að komast inn í ÍBR þarf síðan að vera með viðurkennda íþróttagrein. Það kemur síðan í hlut ÍBR að sækja um hjá ÍSÍ með þá íþróttagrein."Verður að vera viðurkennd Líney ítrekar að til þess að eiga möguleika á því að komast inn í ÍSÍ þurfa að uppfylla lágmarkskröfur. „Íþróttagreinin verður að vera viðurkennd. Rathlaup er til að mynda viðurkennd íþróttagrein þó svo hún sé ekki með neitt sérsamband eða séríþróttagreinanefnd. Slík nefnd er undanfari að sérsambandi. Til að komast í þá stöðu þarftu að vera aðili að þremur íþróttahéruðum. Þegar þau eru orðin fimm er möguleiki á að verða sérsamband. Það þarf líka að vera lágmarksþáttökufjöldi í viðkomandi íþrótt sem mig minnir að sé í kringum 200." MMA eða blandaðar bardagaíþróttir eru umdeild íþróttagrein enda nokkuð ofbeldisfull. Haraldur talaði um að Mjölnismenn væru opnir fyrir því að keppa í MMA áhugamanna á Íslandi en þá yrði keppt með hlífðarbúnað á höfði, ekki ólíkt því sem gerist í ólympískum hnefaleikum. Líney bendir á að ekki þurfi allar íþróttir að falla undir Íþróttasambandið þó svo þær séu stundaðar af kappi hérlendis. „Sumt þarf ekki að heyra undir Íþróttasambandið og er bara fullkomlega gilt og gott þó svo það sé ekki þar. Það er ekki alslæmt að íþrótt sé ekki í ÍSÍ," segir Líney.Þarf að tryggja öryggi Hvað með reglugerðir fyrir þessar nýju íþróttir sem eru að spretta upp hér á landi á síðustu árum. Í hvaða verkahring á það að vera að búa til slíkar reglur? „Það er ákveðið regluverk í kringum ólympíska hnefaleika. Atvinnuhnefaleikar eru samt ekki leyfðir hér á landi. Það var skýrt af hálfu ríkisins er ólympískir hnefaleikar voru teknir upp að regluverkið yrði að vera í lagi, sérstaklega er varðar öryggisatriðin. Ég myndi segja að slíkt þyrfti líka að vera upp á teningnum í bardagaíþróttum, sérstaklega út frá heilsufarssjónarmiðum. Mér finnst að það þurfi að tryggja öryggi iðkenda. Þetta er kannski eitthvað sem þarf að skoða með ríkinu og við erum alveg til í það." Íþróttir Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira
Haraldur Dean Nelson, stjórnarmaður hjá Mjölni og faðir Gunnars Nelson, var harðorður í garð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði hann ÍSÍ vera lokaðan klúbb sem hefði engan áhuga á íþróttum. Haraldur benti meðal annars á að lengi hefði verið reynt að koma brasilísku jújitsú inn í ÍSÍ án árangurs. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er ekki sammála þessari gagnrýni Haralds. „Ég hef talað við Harald en hef reyndar ekki talað við hann í einhver ár núna. Brasilískt jújitsú er enn sem komið er ekki með neitt alþjóðasamband sem er viðurkennt af Alþjóða ólympíunefndinni og sama á við um MMA eða blandaðar bardagalistir. Þar af leiðandi eigum við mjög erfitt með að taka það upp. Ég veit svo heldur ekki til þess að það liggi núna inni formleg umsókn hjá okkur fyrir brasilískt jújitsú eða MMA," segir Líney og bætir við að íþróttir þurfi að vera Ólympíuíþróttir eða viðurkenndar af Alþjóða Ólympíunefndinni til þess að komast inn í ÍSÍ. „Jújitsú er viðurkennd íþrótt en brasilískt jújitsú er það ekki. Þetta er tvennt ólíkt."Allar íþróttir eiga möguleika Haraldur talaði um í viðtalinu að það væri erfitt að koma nýjum íþróttum inn í ÍSÍ og að sambandið sýndi nýjum íþróttum ekki áhuga. „Ég vil mótmæla því. Við vorum að viðurkenna rathlaup á síðasta ári. Svo eru akstursíþróttir og kraftlyftingar líka ný sambönd hjá okkur. Ef greinar eru viðurkenndar af alþjóðasamböndum og lyfjamál eru í lagi þá eiga allar íþróttir möguleika að komast inn. Ég held að sé ekki rétt að við séum lokaður klúbbur sem standi í vegi fyrir nýjum íþróttum. Íþróttagreinar þurfa einfaldlega að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur til þess að komast inn," segir Líney en hvernig stóð á því að ÍSÍ vísaði Haraldi og félögum á Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, sem síðan sendi þá aftur yfir til ÍSÍ? „Íþróttir þurfa að vera aðili að héraðssambandi eða íþróttabandalagi eins og ÍBR. Til þess að komast inn í ÍBR þarf síðan að vera með viðurkennda íþróttagrein. Það kemur síðan í hlut ÍBR að sækja um hjá ÍSÍ með þá íþróttagrein."Verður að vera viðurkennd Líney ítrekar að til þess að eiga möguleika á því að komast inn í ÍSÍ þurfa að uppfylla lágmarkskröfur. „Íþróttagreinin verður að vera viðurkennd. Rathlaup er til að mynda viðurkennd íþróttagrein þó svo hún sé ekki með neitt sérsamband eða séríþróttagreinanefnd. Slík nefnd er undanfari að sérsambandi. Til að komast í þá stöðu þarftu að vera aðili að þremur íþróttahéruðum. Þegar þau eru orðin fimm er möguleiki á að verða sérsamband. Það þarf líka að vera lágmarksþáttökufjöldi í viðkomandi íþrótt sem mig minnir að sé í kringum 200." MMA eða blandaðar bardagaíþróttir eru umdeild íþróttagrein enda nokkuð ofbeldisfull. Haraldur talaði um að Mjölnismenn væru opnir fyrir því að keppa í MMA áhugamanna á Íslandi en þá yrði keppt með hlífðarbúnað á höfði, ekki ólíkt því sem gerist í ólympískum hnefaleikum. Líney bendir á að ekki þurfi allar íþróttir að falla undir Íþróttasambandið þó svo þær séu stundaðar af kappi hérlendis. „Sumt þarf ekki að heyra undir Íþróttasambandið og er bara fullkomlega gilt og gott þó svo það sé ekki þar. Það er ekki alslæmt að íþrótt sé ekki í ÍSÍ," segir Líney.Þarf að tryggja öryggi Hvað með reglugerðir fyrir þessar nýju íþróttir sem eru að spretta upp hér á landi á síðustu árum. Í hvaða verkahring á það að vera að búa til slíkar reglur? „Það er ákveðið regluverk í kringum ólympíska hnefaleika. Atvinnuhnefaleikar eru samt ekki leyfðir hér á landi. Það var skýrt af hálfu ríkisins er ólympískir hnefaleikar voru teknir upp að regluverkið yrði að vera í lagi, sérstaklega er varðar öryggisatriðin. Ég myndi segja að slíkt þyrfti líka að vera upp á teningnum í bardagaíþróttum, sérstaklega út frá heilsufarssjónarmiðum. Mér finnst að það þurfi að tryggja öryggi iðkenda. Þetta er kannski eitthvað sem þarf að skoða með ríkinu og við erum alveg til í það."
Íþróttir Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira