Höfuðverkur Alex Ferguson Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2013 06:30 Cristiano Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid árið 2009. Hann telst í dag vera einn allra besti knattspyrnumaður heims. Samsett mynd/Nordicphotos/Getty Cristiano Ronaldo mun í kvöld mæta Manchester United, sínu gamla félagi, í fyrsta sinn síðan hann var seldur til Real Madrid fyrir metupphæð, 80 milljónir punda, árið 2009. Liðin munu í kvöld eigast við í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í spænsku höfuðborginni. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar viðureignir síðan dregið var í 16-liða úrslitin þann 20. desember síðastliðinn. Athyglin hefur eðlilega helst beinst að Cristiano Ronaldo sem var þegar orðinn einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann hélt til Madrid fyrir tæpum fjórum árum. Ronaldo hefur hins vegar haldið áfram að bæta sig síðan þá og státar í dag af þeirri ótrúlegu tölfræði að hafa skorað meira en mark að meðaltali í leik á ferli sínum hjá Real Madrid. Ronaldo hefur ef til vill aðeins fallið í skugga Börsungsins Lionel Messi, sem hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins öll þau fjögur ár sem Ronaldo hefur verið hjá Real, en tölurnar tala engu að síður sínu máli.Farangurslaus í Manchester Ronaldo var aðeins átján ára gamall þegar United keypti hann frá Sporting Lissabon fyrir rúmar tólf milljónir punda. Ronaldo, sem talaði þá varla stakt orð í ensku, flaug til Manchester í ágústmánuði 2003 og hafði ekki með sér neinn farangur að ráði, þar sem hann taldi að Ferguson myndi lána hann aftur til Sporting út tímabilið. „Það er ekkert mál," sagði Ferguson þegar hann frétti af því. „Þú æfir með okkur á morgun og ferð svo aftur til Portúgals til að sækja föggur þínar." Ronaldo bað sjálfur um treyju númer 28 – sama númer og hann var með hjá Sporting – en Ferguson krafðist þess að hann klæddist treyju númer sjö. Treyjunni sem David Beckham hafði klæðst aðeins nokkrum vikum fyrr og goðsagnir á borð við George Best, Eric Cantona og Bryan Robson á undan honum. Sex árum síðar varð hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar Real Madrid keypti hann á metupphæð. „Cristiano hefur reynst Manchester United einstaklega vel," sagði Alex Ferguson þá. „Hann hefur á sínum sex árum hér orðið að besta knattspyrnumanni heims."Gekk Ronaldo í föðurstað Frægðarsól Ronaldo reis enn hærra hjá Real Madrid og sér reyndar ekki enn fyrir endann á því ferli. Hann er ekki nema 28 ára gamall og er því fyrst núna að komast á bestu ár knattspyrnuferilsins. Ronaldo hefur sjálfum verið tíðrætt um samband sitt við Alex Ferguson sem hann segir helst líkjast sambandi föður og sonar. En nú þarf Ferguson í fyrsta sinn að takast á við Ronaldo sem hindrun fyrir sitt lið. Gary Neville, fyrrum samherji Ronaldo hjá United, hefur mært hann mjög í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann segir hann betri leikmann nú en þegar hann fór til Real á sínum tíma. „Í dag er hann algjört skrímsli," sagði Neville. „Ég sá hann spila á laugardaginn. Hann hirti boltann bara einhvers staðar á vellinum, gerði einhverja takta sem ég get ekki einu sinni lýst, fór fram hjá einum manni og negldi honum inn af 25 metra færi. Það er ekki hægt að verjast gegn slíku." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Cristiano Ronaldo mun í kvöld mæta Manchester United, sínu gamla félagi, í fyrsta sinn síðan hann var seldur til Real Madrid fyrir metupphæð, 80 milljónir punda, árið 2009. Liðin munu í kvöld eigast við í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í spænsku höfuðborginni. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar viðureignir síðan dregið var í 16-liða úrslitin þann 20. desember síðastliðinn. Athyglin hefur eðlilega helst beinst að Cristiano Ronaldo sem var þegar orðinn einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann hélt til Madrid fyrir tæpum fjórum árum. Ronaldo hefur hins vegar haldið áfram að bæta sig síðan þá og státar í dag af þeirri ótrúlegu tölfræði að hafa skorað meira en mark að meðaltali í leik á ferli sínum hjá Real Madrid. Ronaldo hefur ef til vill aðeins fallið í skugga Börsungsins Lionel Messi, sem hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins öll þau fjögur ár sem Ronaldo hefur verið hjá Real, en tölurnar tala engu að síður sínu máli.Farangurslaus í Manchester Ronaldo var aðeins átján ára gamall þegar United keypti hann frá Sporting Lissabon fyrir rúmar tólf milljónir punda. Ronaldo, sem talaði þá varla stakt orð í ensku, flaug til Manchester í ágústmánuði 2003 og hafði ekki með sér neinn farangur að ráði, þar sem hann taldi að Ferguson myndi lána hann aftur til Sporting út tímabilið. „Það er ekkert mál," sagði Ferguson þegar hann frétti af því. „Þú æfir með okkur á morgun og ferð svo aftur til Portúgals til að sækja föggur þínar." Ronaldo bað sjálfur um treyju númer 28 – sama númer og hann var með hjá Sporting – en Ferguson krafðist þess að hann klæddist treyju númer sjö. Treyjunni sem David Beckham hafði klæðst aðeins nokkrum vikum fyrr og goðsagnir á borð við George Best, Eric Cantona og Bryan Robson á undan honum. Sex árum síðar varð hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar Real Madrid keypti hann á metupphæð. „Cristiano hefur reynst Manchester United einstaklega vel," sagði Alex Ferguson þá. „Hann hefur á sínum sex árum hér orðið að besta knattspyrnumanni heims."Gekk Ronaldo í föðurstað Frægðarsól Ronaldo reis enn hærra hjá Real Madrid og sér reyndar ekki enn fyrir endann á því ferli. Hann er ekki nema 28 ára gamall og er því fyrst núna að komast á bestu ár knattspyrnuferilsins. Ronaldo hefur sjálfum verið tíðrætt um samband sitt við Alex Ferguson sem hann segir helst líkjast sambandi föður og sonar. En nú þarf Ferguson í fyrsta sinn að takast á við Ronaldo sem hindrun fyrir sitt lið. Gary Neville, fyrrum samherji Ronaldo hjá United, hefur mært hann mjög í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann segir hann betri leikmann nú en þegar hann fór til Real á sínum tíma. „Í dag er hann algjört skrímsli," sagði Neville. „Ég sá hann spila á laugardaginn. Hann hirti boltann bara einhvers staðar á vellinum, gerði einhverja takta sem ég get ekki einu sinni lýst, fór fram hjá einum manni og negldi honum inn af 25 metra færi. Það er ekki hægt að verjast gegn slíku."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira