55 kíló farin hjá Grétari Inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 08:00 Grétar Ingi Erlendsson sést hér í leik á móti ÍR í vetur. Hann hefur skorað 11,4 stig að meðaltali á 21,2 mínútum í Dominos-deildinni á þessu tímabili. Mynd/Valli Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira