Fortíðin og framtíðin Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Þær eru nokkrar tilfinningarnar sem maður verður var við nú þegar einungis ellefu vikur eru til kosninga. Harðir stjórnarandstæðingar eru brattir enda sjá þeir fram á að losna við vinstristjórnina. Harðir stuðningsmenn stjórnarflokkanna eru kvíðnari og lýsa margir áhyggjum sínum af því að útlit sé fyrir að „hrunverjar" komist aftur til valda. Svo eru það þeir sem nenna ekki kosningum enda þreyta á stjórnmálakarpi algeng. Hörðu stjórnarandstæðingarnir vilja að kosið verði um óhæfuverk og afskiptaleysi stjórnarinnar. Þeir vilja algjöran viðsnúning á stefnu stjórnvalda. Hörðustu stuðningsmenn stjórnarinnar virðast til í þennan slag enda telja þeir efnahagslegan árangur stjórnarinnar, sem tók við skelfilegu búi, góðan og vilja sjá stjórnina uppskera fyrir rústabjörgunina. Ef ég mætti velja færi hins vegar sem minnst fyrir þessum slag og sem mest fyrir tali um framtíðina. Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er enn ein áminningin um að lífskjör á Íslandi eru ekki lengur sambærileg við lífskjör í nágrannalöndunum. Þau er lakari þrátt fyrir að á Íslandi sé unnið meira og lengur en á Norðurlöndunum. Það kjörtímabil sem nú er að enda snerist um að leysa bráðavandamálin sem hrunið bjó til eða afhjúpaði. Það má deila um hvernig það tókst en mikilvægasta viðfangsefni stjórnvalda á því næsta er að framfylgja stefnu sem miðar að því að leysa þau flóknu vandamál sem enn steðja að þjóðinni og í leiðinni búa í haginn fyrir vaxtarskeið sem með tíð og tíma getur á ný tryggt lífskjör eins og þau best þekkjast. Nokkur viðfangsefni blasa við. Það þarf að auka framleiðni og verðmætasköpun í landinu enda forsenda lífskjarasóknar. Í öðru lagi þarf að stíga raunveruleg skref í áttina að afnámi gjaldeyrishaftanna og ákvarða hvernig fyrirkomulagi gjaldmiðilsmála verður háttað til framtíðar. Þá þarf að skýra hvernig lánaumhverfi verður boðið upp á Íslandi og hefja á ný uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfisins. Þetta og fleira þarf að gera án þess að tefla í hættu getu ríkissjóðs til að niðurgreiða skuldir ört á næstu árum. Þá er enn ónefndur sá alvarlegi vandi þjóðarbúsins að það megnar ekki að óbreyttu að standa undir endurgreiðslum erlendra lána á næstu árum. Þetta eru flókin viðfangsefni og þau bjóða fæst upp á augljósar lausnir sem allir geta sameinast um. Sá stjórnmálaflokkur sem getur kynnt raunverulega framtíðarsýn um þessi mál á skilið að uppskera í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Þær eru nokkrar tilfinningarnar sem maður verður var við nú þegar einungis ellefu vikur eru til kosninga. Harðir stjórnarandstæðingar eru brattir enda sjá þeir fram á að losna við vinstristjórnina. Harðir stuðningsmenn stjórnarflokkanna eru kvíðnari og lýsa margir áhyggjum sínum af því að útlit sé fyrir að „hrunverjar" komist aftur til valda. Svo eru það þeir sem nenna ekki kosningum enda þreyta á stjórnmálakarpi algeng. Hörðu stjórnarandstæðingarnir vilja að kosið verði um óhæfuverk og afskiptaleysi stjórnarinnar. Þeir vilja algjöran viðsnúning á stefnu stjórnvalda. Hörðustu stuðningsmenn stjórnarinnar virðast til í þennan slag enda telja þeir efnahagslegan árangur stjórnarinnar, sem tók við skelfilegu búi, góðan og vilja sjá stjórnina uppskera fyrir rústabjörgunina. Ef ég mætti velja færi hins vegar sem minnst fyrir þessum slag og sem mest fyrir tali um framtíðina. Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er enn ein áminningin um að lífskjör á Íslandi eru ekki lengur sambærileg við lífskjör í nágrannalöndunum. Þau er lakari þrátt fyrir að á Íslandi sé unnið meira og lengur en á Norðurlöndunum. Það kjörtímabil sem nú er að enda snerist um að leysa bráðavandamálin sem hrunið bjó til eða afhjúpaði. Það má deila um hvernig það tókst en mikilvægasta viðfangsefni stjórnvalda á því næsta er að framfylgja stefnu sem miðar að því að leysa þau flóknu vandamál sem enn steðja að þjóðinni og í leiðinni búa í haginn fyrir vaxtarskeið sem með tíð og tíma getur á ný tryggt lífskjör eins og þau best þekkjast. Nokkur viðfangsefni blasa við. Það þarf að auka framleiðni og verðmætasköpun í landinu enda forsenda lífskjarasóknar. Í öðru lagi þarf að stíga raunveruleg skref í áttina að afnámi gjaldeyrishaftanna og ákvarða hvernig fyrirkomulagi gjaldmiðilsmála verður háttað til framtíðar. Þá þarf að skýra hvernig lánaumhverfi verður boðið upp á Íslandi og hefja á ný uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfisins. Þetta og fleira þarf að gera án þess að tefla í hættu getu ríkissjóðs til að niðurgreiða skuldir ört á næstu árum. Þá er enn ónefndur sá alvarlegi vandi þjóðarbúsins að það megnar ekki að óbreyttu að standa undir endurgreiðslum erlendra lána á næstu árum. Þetta eru flókin viðfangsefni og þau bjóða fæst upp á augljósar lausnir sem allir geta sameinast um. Sá stjórnmálaflokkur sem getur kynnt raunverulega framtíðarsýn um þessi mál á skilið að uppskera í komandi kosningum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun