Rafhlöðuskortur í Outlander PHEV Finnur Thorlacius skrifar 31. desember 2013 10:15 Mitsubishi Outlander PHEV Mitsubishi hefur neyðst til að fresta sölu á tvinnbílsútgáfu Outlander jepplingsins í Bandaríkjunum því framleiðandi rafhlaðannna í bílinn hefur ekki undan. Sala hans átti að hefjast næsta haust en hefur nú verið frestað til ársins 2015. Sala Outlander PHEV hefur gengið vel á öðrum mörkuðum og nú þegar hafa selst 11.300 slíkir bílar. Bíllinn kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafhleðslunni einni saman og hámarkshraði hans, eingöngu á rafmagni, er 120 km/klst. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og getur dregið 1.350 kg aftanívagn. Raflöðubirgi Mitsubishi, Lithium Energy Japan (LEJ), ræður við að afhenda Mitsubishi 4.000 rafhlöðu í hverjum mánuði og er það engan veginn nóg til að sinna eftirspurn. Það verður ekki fyrr en getan þess er komin í 5.000 rafhlöður á mánuði sem hægt verður að bjóða Outlander PHEV í Bandaríkjunum. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent
Mitsubishi hefur neyðst til að fresta sölu á tvinnbílsútgáfu Outlander jepplingsins í Bandaríkjunum því framleiðandi rafhlaðannna í bílinn hefur ekki undan. Sala hans átti að hefjast næsta haust en hefur nú verið frestað til ársins 2015. Sala Outlander PHEV hefur gengið vel á öðrum mörkuðum og nú þegar hafa selst 11.300 slíkir bílar. Bíllinn kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafhleðslunni einni saman og hámarkshraði hans, eingöngu á rafmagni, er 120 km/klst. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og getur dregið 1.350 kg aftanívagn. Raflöðubirgi Mitsubishi, Lithium Energy Japan (LEJ), ræður við að afhenda Mitsubishi 4.000 rafhlöðu í hverjum mánuði og er það engan veginn nóg til að sinna eftirspurn. Það verður ekki fyrr en getan þess er komin í 5.000 rafhlöður á mánuði sem hægt verður að bjóða Outlander PHEV í Bandaríkjunum.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent