Með hreinum keimlíkindum Ólafur Stephensen skrifar 11. desember 2013 08:34 Fréttablaðið sagði frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðherrann hefði lagt fram á Alþingi frumvarp, sem gerir meðal annars ráð fyrir að Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins geti neitað að taka í sölu áfenga drykki sem eru í umbúðum sem líkjast um of umbúðum annarra vara, til dæmis óáfengra drykkja. Umræddu ákvæði, sem í greinargerð með frumvarpinu er kallað "keimlíkindaákvæði", er annars vegar ætlað að koma í veg fyrir að fólk ruglist á áfengri vöru og óáfengri "og neyti hinnar áfengu fyrir misgáning, sem getur auk áhrifa á skynjun og heilsu viðkomandi skapað slysahættu". Þessi rök, um að fólk geti ruglazt á áfenginu sem það kaupir í ÁTVR og pilsnernum (eða ólífuolíunni?) sem það kaupir í matvöruverzlunum og jafnvel meitt sig í framhaldinu, eru aðallega hlægileg og dæmi um að forsjárhyggjan er gengin mjög langt út í öfgar í stjórnarráðinu. Það er reyndar með hreinum ólíkindum að formaður Sjálfstæðisflokksins leggi fram frumvarp sem þetta á Alþingi. Hins vegar - og það virðist nú megintilgangurinn - er keimlíkindaákvæðinu ætlað að "stemma stigu við því að hægt sé að sniðganga áfengisauglýsingabann". Þá er væntanlega átt við að hægt verði að banna til dæmis Carlsberg-bjór í Ríkinu ef innflytjandi hans leyfir sér að auglýsa óáfengan Carlsberg-pilsner. Samtök fyrirtækja sem hafa gefið umsögn um frumvarpið, Félag atvinnurekenda, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð, hafa fært fyrir því rök að "keimlíkindaákvæðið" standist hvorki EES-samninginn né ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnu- og tjáningarfrelsi. Mjög sennilega er hvort tveggja rétt, enda hefur efnahags- og viðskiptanefnd þingsins efasemdir um þetta ákvæði ef marka má ummæli Frosta Sigurjónssonar formanns hennar í Fréttablaðinu í gær. Hitt er þó mergurinn málsins að með þessum æfingum fjármálaráðuneytisins er verið að reyna að viðhalda auglýsingabanni á áfengi, sem er svo augljóslega alveg handónýtt og heldur engan veginn. Áfengisauglýsingar blasa alls staðar við íslenzkum neytendum; í erlendum blöðum og tímaritum sem flutt eru til landsins, á erlendum sjónvarpsstöðvum sem við horfum á, á íþróttaviðburðum sem íslenzkar sjónvarpsstöðvar senda út frá, á samfélagsmiðlum og erlendum vefsíðum sem eru meðal þeirra mest notuðu á Íslandi. ÁTVR auglýsir sjálf vínbúðir sínar og vörur. Að reyna að stoppa í götin á auglýsingabanninu kemur í raun aðeins niður á innlendum framleiðendum áfengis; auglýsingar um erlendu vörumerkin munu áfram eiga greiðan aðgang að íslenzkum neytendum eftir áðurnefndum leiðum. Leiðin út úr þessari vitleysu er að gera eins og ýmis nágrannaríki hafa gert; að leyfa áfengisauglýsingar, en með ströngum skilyrðum eins og t.d. að þeim fylgi upplýsingar um skaðsemi áfengis, að þeim sé ekki beint að börnum og þar fram eftir götunum. Það væri miklu nær að fjármálaráðherrann og þingnefndin tækju slíka stefnu en að halda áfram eftir blindgötu auglýsingabannsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðherrann hefði lagt fram á Alþingi frumvarp, sem gerir meðal annars ráð fyrir að Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins geti neitað að taka í sölu áfenga drykki sem eru í umbúðum sem líkjast um of umbúðum annarra vara, til dæmis óáfengra drykkja. Umræddu ákvæði, sem í greinargerð með frumvarpinu er kallað "keimlíkindaákvæði", er annars vegar ætlað að koma í veg fyrir að fólk ruglist á áfengri vöru og óáfengri "og neyti hinnar áfengu fyrir misgáning, sem getur auk áhrifa á skynjun og heilsu viðkomandi skapað slysahættu". Þessi rök, um að fólk geti ruglazt á áfenginu sem það kaupir í ÁTVR og pilsnernum (eða ólífuolíunni?) sem það kaupir í matvöruverzlunum og jafnvel meitt sig í framhaldinu, eru aðallega hlægileg og dæmi um að forsjárhyggjan er gengin mjög langt út í öfgar í stjórnarráðinu. Það er reyndar með hreinum ólíkindum að formaður Sjálfstæðisflokksins leggi fram frumvarp sem þetta á Alþingi. Hins vegar - og það virðist nú megintilgangurinn - er keimlíkindaákvæðinu ætlað að "stemma stigu við því að hægt sé að sniðganga áfengisauglýsingabann". Þá er væntanlega átt við að hægt verði að banna til dæmis Carlsberg-bjór í Ríkinu ef innflytjandi hans leyfir sér að auglýsa óáfengan Carlsberg-pilsner. Samtök fyrirtækja sem hafa gefið umsögn um frumvarpið, Félag atvinnurekenda, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð, hafa fært fyrir því rök að "keimlíkindaákvæðið" standist hvorki EES-samninginn né ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnu- og tjáningarfrelsi. Mjög sennilega er hvort tveggja rétt, enda hefur efnahags- og viðskiptanefnd þingsins efasemdir um þetta ákvæði ef marka má ummæli Frosta Sigurjónssonar formanns hennar í Fréttablaðinu í gær. Hitt er þó mergurinn málsins að með þessum æfingum fjármálaráðuneytisins er verið að reyna að viðhalda auglýsingabanni á áfengi, sem er svo augljóslega alveg handónýtt og heldur engan veginn. Áfengisauglýsingar blasa alls staðar við íslenzkum neytendum; í erlendum blöðum og tímaritum sem flutt eru til landsins, á erlendum sjónvarpsstöðvum sem við horfum á, á íþróttaviðburðum sem íslenzkar sjónvarpsstöðvar senda út frá, á samfélagsmiðlum og erlendum vefsíðum sem eru meðal þeirra mest notuðu á Íslandi. ÁTVR auglýsir sjálf vínbúðir sínar og vörur. Að reyna að stoppa í götin á auglýsingabanninu kemur í raun aðeins niður á innlendum framleiðendum áfengis; auglýsingar um erlendu vörumerkin munu áfram eiga greiðan aðgang að íslenzkum neytendum eftir áðurnefndum leiðum. Leiðin út úr þessari vitleysu er að gera eins og ýmis nágrannaríki hafa gert; að leyfa áfengisauglýsingar, en með ströngum skilyrðum eins og t.d. að þeim fylgi upplýsingar um skaðsemi áfengis, að þeim sé ekki beint að börnum og þar fram eftir götunum. Það væri miklu nær að fjármálaráðherrann og þingnefndin tækju slíka stefnu en að halda áfram eftir blindgötu auglýsingabannsins.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun