Góður kippur í veiðileyfasölunni Karl Lúðvíksson skrifar 11. desember 2013 09:52 Þessa dagana sitja margir veiðifélagarnir yfir plönum vegna sumarveiðinnar 2014 en það þarf oft að skipuleggja veiðitúrana með góðum fyrirvara svo það sé hægt að taka sumarfrí og gera aðrar ráðstafanir á réttum tíma. Veiðileyfasalar bera sig nokkuð vel þessa dagana enda mun auðveldara að selja veiðileyfi í kjölfar sumars eins og sumarsins sem leið þegar veiðin var frábær þrátt fyrir erfiðar aðstæður síðsumars í mörgum ánum vegna veðurs og vatnsmagns. Algengt er að þeir hópar sem hafi veitt lengi á sömu ársvæðnum haldi föstu dögunum en svo eru menn bæði farnir að skoða ný svæði og fara jafnvel meira í vatnaveiðina. Erlendu veiðimennirnir eru farnir að bóka aftur og það virðist sem nýr hópur viðskiptavina sé farinn að sækja landið heim en það eru þeir sem vilja vera á eigin vegum án þjónustu og leiðsögumanna. Þessi hópur hefur yfirleitt verið frekar fámennur en stækkar nú ört. Einnig eru margir farnir að koma á vegum minni aðila sem þjónusta litla hópa og þá oft sérstaklega í hálendisveiðina. Það stefnir vonandi í gott sumar 2014 en öll teikn eru á lofti um að sumarið ætti að verða gott sé miðað við seiðavísitölu í flestum ánum en svo er aldrei að vita hvernig aðstæður eru í hafi. Það er þess vegna engin leið til að spá fyrir því með vissu hvernig sumarið verður eða verður ekki, eitt er alla vega víst, veiðimenn mæta á bakkana og láta slag standa með vonina að vopni. Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði
Þessa dagana sitja margir veiðifélagarnir yfir plönum vegna sumarveiðinnar 2014 en það þarf oft að skipuleggja veiðitúrana með góðum fyrirvara svo það sé hægt að taka sumarfrí og gera aðrar ráðstafanir á réttum tíma. Veiðileyfasalar bera sig nokkuð vel þessa dagana enda mun auðveldara að selja veiðileyfi í kjölfar sumars eins og sumarsins sem leið þegar veiðin var frábær þrátt fyrir erfiðar aðstæður síðsumars í mörgum ánum vegna veðurs og vatnsmagns. Algengt er að þeir hópar sem hafi veitt lengi á sömu ársvæðnum haldi föstu dögunum en svo eru menn bæði farnir að skoða ný svæði og fara jafnvel meira í vatnaveiðina. Erlendu veiðimennirnir eru farnir að bóka aftur og það virðist sem nýr hópur viðskiptavina sé farinn að sækja landið heim en það eru þeir sem vilja vera á eigin vegum án þjónustu og leiðsögumanna. Þessi hópur hefur yfirleitt verið frekar fámennur en stækkar nú ört. Einnig eru margir farnir að koma á vegum minni aðila sem þjónusta litla hópa og þá oft sérstaklega í hálendisveiðina. Það stefnir vonandi í gott sumar 2014 en öll teikn eru á lofti um að sumarið ætti að verða gott sé miðað við seiðavísitölu í flestum ánum en svo er aldrei að vita hvernig aðstæður eru í hafi. Það er þess vegna engin leið til að spá fyrir því með vissu hvernig sumarið verður eða verður ekki, eitt er alla vega víst, veiðimenn mæta á bakkana og láta slag standa með vonina að vopni.
Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði