Ný veiðislóð komin út Karl Lúðvíksson skrifar 15. desember 2013 11:11 Nýtt tölublað af Veiðislóð er komið út og ætti blaðið sem endranær að stytta mönnum stundir við biðina eftir nýju veiðisumri. Af vefnum www.votnogveidi.is þar sem blaðið er að finna er eftirfarandi tilkynning um útgáfu blaðsins og við óskum þeim félögum til hamingju með glæsilegt blað: "Meðal efnis í blaðinu, án þess að við förum tæmandi út í þá sálma, má nefna viðtal við stórlaxaskelfinn Nils Folmer Jörgensen, sem hefur sett í og landað ótrúlega mörgum 20 punda-plús löxum allra síðustu sumrin í íslenskum laxveiðiám. Í viðtalinu segir Nils frá því hver galdurinn er! Þá eru greinar um flugur og veiðistaði og Villibráðareldhúsið og Ljósmyndagalleríið eru á sínum stað. Þá má nefna að við birtum efni úr nokkrum völdum veiðibókum sem voru að koma út og síðast nefnt, en langt frá því að vera síst, er grein/viðtal sem tekur á stóralvarlegu máli austur í Landbroti og Eldhrauni, þar sem Vegagerðin og Landgræðslan hafa staðfastlega beint Skaftárvatni af hrauninu til fjölda ára með þeim afleiðingum að vatn til hinna frægu sjóbirtingsáa á svæðinu fer þverrandi og mörg dæmi eru um að mikilvæg hrygningarsvæði, sérstaklega í Grenlæk, eru nánast á þurru um lengri eða skemmri tíma, framan af vetri, eða akkúrat á meðan að hrygningartíminn stendur yfir. Ber greinin yfirskriftina: "Grenlækur flýtur að feigðarósi" og að óbreyttu er það ekki ofsagt. Fljótlega munum við setja upp stóran og áberandi hnapp hér á síðunni til að nálgast blaðið, en þangað til þá er hér slóðin á heimsíðu Veiðislóðar: https://www.veidislod.is/" Stangveiði Mest lesið Gott í Víðidalnum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Enn einn stórlaxinn úr Nessvæðinu Veiði Veiðistaðavefurinn væntanlegur 15. janúar Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Kaldakvísl í Sporðaköstum kvöldsins á Stöð 2 Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði
Nýtt tölublað af Veiðislóð er komið út og ætti blaðið sem endranær að stytta mönnum stundir við biðina eftir nýju veiðisumri. Af vefnum www.votnogveidi.is þar sem blaðið er að finna er eftirfarandi tilkynning um útgáfu blaðsins og við óskum þeim félögum til hamingju með glæsilegt blað: "Meðal efnis í blaðinu, án þess að við förum tæmandi út í þá sálma, má nefna viðtal við stórlaxaskelfinn Nils Folmer Jörgensen, sem hefur sett í og landað ótrúlega mörgum 20 punda-plús löxum allra síðustu sumrin í íslenskum laxveiðiám. Í viðtalinu segir Nils frá því hver galdurinn er! Þá eru greinar um flugur og veiðistaði og Villibráðareldhúsið og Ljósmyndagalleríið eru á sínum stað. Þá má nefna að við birtum efni úr nokkrum völdum veiðibókum sem voru að koma út og síðast nefnt, en langt frá því að vera síst, er grein/viðtal sem tekur á stóralvarlegu máli austur í Landbroti og Eldhrauni, þar sem Vegagerðin og Landgræðslan hafa staðfastlega beint Skaftárvatni af hrauninu til fjölda ára með þeim afleiðingum að vatn til hinna frægu sjóbirtingsáa á svæðinu fer þverrandi og mörg dæmi eru um að mikilvæg hrygningarsvæði, sérstaklega í Grenlæk, eru nánast á þurru um lengri eða skemmri tíma, framan af vetri, eða akkúrat á meðan að hrygningartíminn stendur yfir. Ber greinin yfirskriftina: "Grenlækur flýtur að feigðarósi" og að óbreyttu er það ekki ofsagt. Fljótlega munum við setja upp stóran og áberandi hnapp hér á síðunni til að nálgast blaðið, en þangað til þá er hér slóðin á heimsíðu Veiðislóðar: https://www.veidislod.is/"
Stangveiði Mest lesið Gott í Víðidalnum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Enn einn stórlaxinn úr Nessvæðinu Veiði Veiðistaðavefurinn væntanlegur 15. janúar Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Kaldakvísl í Sporðaköstum kvöldsins á Stöð 2 Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði