Daimler kaupir 5% í Aston Martin Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 13:45 Margir myndu gráta brotthvarf Aston Martin og vonandi að samstarfið við Mercedes Benz bæti afkomuna. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin. Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin.
Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent