Leob líka frábær mótorhjólamaður Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 10:30 Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent
Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent