Ford Mondeo með sæti úr kókflöskum Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2013 14:45 Flott kókflöskusætin í Ford Mondeo. Með ýmsum hætti er hægt að vera umhverfisvænn og bílafyrirtækin láta ekki sitt á eftir liggja. Einnig er það vel við hæfi að sætin í hinum umhverfisvæna Ford Mondeo Plug-in Hybrid skuli vera úr umhverfisvænum efnum, nánar tiltekið endurunnum kókflöskum. Samt eru þau ári flott. Endurunnu kókflöskurnar eru reyndar lika í hliðarklæðningum bílsins og teppum og hjálpa þar mikið við að deyfa veghljóð. Þetta er í fyrsta skiptið sem endurunnar kókflöskur eru notaðar í bílaframleiðslu og kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Ford segir að þetta sé enn eitt skrefið sem fyrirtækið tekur í átt umhverfisverndar. Sojabaunafroða er einnig notuð í stað svamps í setur sæta bílsins og hefur Ford reyndar gert slíkt frá árinu 2007. Ford segir að notkun kókflaskanna og sojabaunafroðunnar spari margan hráolíulítrann og ef að allir Ford bílar framleiddir í Bandaríkjunum notuðust við slíkt myndu sparast 1,12 milljónir lítra af hráolíu. Hvað þá ef allir bílaframleiðendur heims myndu gera slít hið sama! Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent
Með ýmsum hætti er hægt að vera umhverfisvænn og bílafyrirtækin láta ekki sitt á eftir liggja. Einnig er það vel við hæfi að sætin í hinum umhverfisvæna Ford Mondeo Plug-in Hybrid skuli vera úr umhverfisvænum efnum, nánar tiltekið endurunnum kókflöskum. Samt eru þau ári flott. Endurunnu kókflöskurnar eru reyndar lika í hliðarklæðningum bílsins og teppum og hjálpa þar mikið við að deyfa veghljóð. Þetta er í fyrsta skiptið sem endurunnar kókflöskur eru notaðar í bílaframleiðslu og kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Ford segir að þetta sé enn eitt skrefið sem fyrirtækið tekur í átt umhverfisverndar. Sojabaunafroða er einnig notuð í stað svamps í setur sæta bílsins og hefur Ford reyndar gert slíkt frá árinu 2007. Ford segir að notkun kókflaskanna og sojabaunafroðunnar spari margan hráolíulítrann og ef að allir Ford bílar framleiddir í Bandaríkjunum notuðust við slíkt myndu sparast 1,12 milljónir lítra af hráolíu. Hvað þá ef allir bílaframleiðendur heims myndu gera slít hið sama!
Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent