Gjaldþrot Fisker kostaði 15,8 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2013 10:15 Í síðustu viku kastaði bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker endanlega inn handklæðinu og óskaði eftir gjaldþrotameðferð, eða Chapter 11 bankruptcy protection, eins og það heitir þar vestra. Bandaríska ríkið hafði lagt Fisker til tæpa 16 milljarða króna í viðleitni sinni við það að styðja við rafmagnsbílaframleiðendur svo minnka megi mengun í landinu. Alllangt er síðan vandræði Fisker voru ljós og hefur fyrirtækið ekki framleitt einn einasta bíl í 18 mánuði. Sannarlega voru þeir fallegir, en seldust ekki sem skildi og því fór sem fór. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einhver taki upp þráðinn og haldi áfram framleiðslu bílanna og ef einhver vill leggja fé í það gæti bandaríks ríkið fengið eitthvaðaf þessari risaupphæð til baka. Er talið að verðmiði þess sé 3 milljarðar króna. Ein hugmyndin sem uppi er, er að framleiða Fisker Karma bíla með hefðbundinni V8 vél og engri aðstoð frá rafmótorum og er sú hugmynd komin frá Bob Lutz, fyrrum stjóra hjá General Motors. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Í síðustu viku kastaði bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker endanlega inn handklæðinu og óskaði eftir gjaldþrotameðferð, eða Chapter 11 bankruptcy protection, eins og það heitir þar vestra. Bandaríska ríkið hafði lagt Fisker til tæpa 16 milljarða króna í viðleitni sinni við það að styðja við rafmagnsbílaframleiðendur svo minnka megi mengun í landinu. Alllangt er síðan vandræði Fisker voru ljós og hefur fyrirtækið ekki framleitt einn einasta bíl í 18 mánuði. Sannarlega voru þeir fallegir, en seldust ekki sem skildi og því fór sem fór. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einhver taki upp þráðinn og haldi áfram framleiðslu bílanna og ef einhver vill leggja fé í það gæti bandaríks ríkið fengið eitthvaðaf þessari risaupphæð til baka. Er talið að verðmiði þess sé 3 milljarðar króna. Ein hugmyndin sem uppi er, er að framleiða Fisker Karma bíla með hefðbundinni V8 vél og engri aðstoð frá rafmótorum og er sú hugmynd komin frá Bob Lutz, fyrrum stjóra hjá General Motors.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent