Ford Escape innkallaður í sjöunda sinn Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 11:45 Ford Escape árgerð 2013. Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent
Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent