Damon: Ást við fyrstu sín Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. nóvember 2013 21:22 Damon í leik með Keflavík árið 2003. Mynd/Sigurður Jökull „Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
„Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum