Porsche Macan 400 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 10:45 Porsche Macan er líkur stóra bróður sínum, Cayenne. Fyrsti jepplingur Porsche, sem fengið hefur nafnið Macan, verður kynntur í næsta mánuði í Los Angeles. Ekki hafa nákvæmar upplýsingar fengist um bílinn fram að þessu, en nú er orðið ljóst hvaða vélbúnaður verði í boði í honum. Valið stendur á milli tveggja bensínvéla og einnar dísilvélar. Öflugri bensínvélin er 400 hestöfl, með 3,6 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þannig búinn heitir hann Porsche Macan Turbo. Það þýðir reyndar ekki að aflminni bensínvélin sé ekki forþjöppudrifin líka, en þar er bara ein forþjappa og hestöflin 340. Með öflugri vélinni er bíllinn ekki nema 4,8 sekúndur í hundrað km hraða. Dísilvélin er 3,0 lítra, skilar 258 hestöflum og 580 Nm togi. Porsche Macan verður kynntur á bílasýningunni LA Auto Show í Los Angeles í næsta mánuði. Lægsta verð á Porsche Macan í Bandaríkjunum verður 52.000 dollarar, eða um 6,3 milljónir króna. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent
Fyrsti jepplingur Porsche, sem fengið hefur nafnið Macan, verður kynntur í næsta mánuði í Los Angeles. Ekki hafa nákvæmar upplýsingar fengist um bílinn fram að þessu, en nú er orðið ljóst hvaða vélbúnaður verði í boði í honum. Valið stendur á milli tveggja bensínvéla og einnar dísilvélar. Öflugri bensínvélin er 400 hestöfl, með 3,6 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þannig búinn heitir hann Porsche Macan Turbo. Það þýðir reyndar ekki að aflminni bensínvélin sé ekki forþjöppudrifin líka, en þar er bara ein forþjappa og hestöflin 340. Með öflugri vélinni er bíllinn ekki nema 4,8 sekúndur í hundrað km hraða. Dísilvélin er 3,0 lítra, skilar 258 hestöflum og 580 Nm togi. Porsche Macan verður kynntur á bílasýningunni LA Auto Show í Los Angeles í næsta mánuði. Lægsta verð á Porsche Macan í Bandaríkjunum verður 52.000 dollarar, eða um 6,3 milljónir króna.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent