Laxá í Dölum fer til Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 18. nóvember 2013 15:00 Það halda áfram að berast fréttir af útboðsmálum laxveiðiánna og nú síðast var það að koma í ljós hver verður með Laxá í Dölum næstu árin. Veiðifélagið Hreggnasi hefur samið um leigu á Laxá í Dölum og bætist hún við ört stækkandi flóru veiðisvæða hjá félaginu. Hreggnasi hefur nú nýlega tekið við svæðinu kennt við Nes í Laxá í Aðaldal og svo Dalina en bæði þessi svæði voru áður hjá SVFR. Í tilkynningu frá Hreggnasa segir: "Veiðifélagið Hreggnasi og Veiðifélag Laxdæla hafa undirritað samkomulag þess efnis að veiðiréttur Laxár í Dölum verði hjá Hreggnasa út sumarið 2018. Laxá í Dölum er ein þekktasta laxveiðiá landsins og hefur gjarnan raðað sér í efstu sæti á landsvísu, ekki síst þegar horft er á afla á hverja dagsstöng. Meðalveiði síðastliðinna tíu ára eru 1.263 laxar á aðeins sex dagsstangir, og eru fáar laxveiðiár hérlendis sem státa að slíku meðaltali. Fyrir dyrum standa umtalsverðar breytingar með tilkomu nýs leigutaka. Stangardögum verður fækkað mikið yfir sumarið og hér eftir verður einvörðungu leyfð fluguveiði í Laxá í Dölum. Eins verða kvótar minnkaðir með það að markmiði að auka við framleiðslugetu árinnar, en Laxá byggir eingöngu á náttúrulegri hrygningu. Það er von leigutaka að um farsælt samtarf verði að ræða við Veiðifélag Laxdæla, og jafnframt að umfangsmiklar breytingar á veiðifyrirkomulagi falli vel í kramið meðal stangaveiðimanna." Það er ljóst að Hreggnasi er að verða eitt af stóru veiðifélögunum á landinu. Stangveiði Mest lesið Þegar örflugurnar gefa best Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði "Veiðistaður 60 er teppalagður af laxi" Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði
Það halda áfram að berast fréttir af útboðsmálum laxveiðiánna og nú síðast var það að koma í ljós hver verður með Laxá í Dölum næstu árin. Veiðifélagið Hreggnasi hefur samið um leigu á Laxá í Dölum og bætist hún við ört stækkandi flóru veiðisvæða hjá félaginu. Hreggnasi hefur nú nýlega tekið við svæðinu kennt við Nes í Laxá í Aðaldal og svo Dalina en bæði þessi svæði voru áður hjá SVFR. Í tilkynningu frá Hreggnasa segir: "Veiðifélagið Hreggnasi og Veiðifélag Laxdæla hafa undirritað samkomulag þess efnis að veiðiréttur Laxár í Dölum verði hjá Hreggnasa út sumarið 2018. Laxá í Dölum er ein þekktasta laxveiðiá landsins og hefur gjarnan raðað sér í efstu sæti á landsvísu, ekki síst þegar horft er á afla á hverja dagsstöng. Meðalveiði síðastliðinna tíu ára eru 1.263 laxar á aðeins sex dagsstangir, og eru fáar laxveiðiár hérlendis sem státa að slíku meðaltali. Fyrir dyrum standa umtalsverðar breytingar með tilkomu nýs leigutaka. Stangardögum verður fækkað mikið yfir sumarið og hér eftir verður einvörðungu leyfð fluguveiði í Laxá í Dölum. Eins verða kvótar minnkaðir með það að markmiði að auka við framleiðslugetu árinnar, en Laxá byggir eingöngu á náttúrulegri hrygningu. Það er von leigutaka að um farsælt samtarf verði að ræða við Veiðifélag Laxdæla, og jafnframt að umfangsmiklar breytingar á veiðifyrirkomulagi falli vel í kramið meðal stangaveiðimanna." Það er ljóst að Hreggnasi er að verða eitt af stóru veiðifélögunum á landinu.
Stangveiði Mest lesið Þegar örflugurnar gefa best Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði "Veiðistaður 60 er teppalagður af laxi" Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði