Steinsmýrarvötn komin til SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 19. nóvember 2013 09:54 Mynd af www.svfr.is SVFR hefur samið um leigu á Steinsmýrarvötnum frá og með næsta sumri. Þessu hljóta félagsmenn SVFR að fagna enda svæðið einstaklega gjöfult og vinsælt til veiða. Í tilkynningu frá félaginu segir: "SVFR hefur undirritað samning um leigu á veiðirétti í Steinsmýrarvötnum frá og með næstkomandi sumri fram til og með 2016. Svæðið er fjölbreytt og skemmtilegt og félagsmönnum SVFR að góðu kunnugt. Veitt er á fjórar stangir og er veiðitíminn frá 1. apríl til 10. október. Fínasta veiðihús fylgir svæðinu og eru í því tvö svefnherbergi, svefnloft, heitur pottur og vöðluskúr. Öll helstu þægindi er að finna í húsinu og geta allt að átta manns hæglega gist í því. Í Steinsmýrarvötnum fá veiðimenn og -konur margt í einum pakka. Veiðisvæðið samanstendur af tveimur vötnum og lækjum sem renna í og úr vötnunum og eru þessir staðir oft mjög gjöfulir. Steinsmýrarvötn eru staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og eru í göngufæri frá veiðihúsinu. Í Steinsmýravötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Yfir sumarið, eða í júní og júlí, veiðist vel af bleikju og er hún gríðarvæn í vötnunum en meðalþyngdin á henni hefur verið rúm 3...pund. Í ágúst byrjar svo sjóbirtingurinn að ganga og er hann að ganga langt fram að áramótum og tímabilið frá ágúst og út veiðitímann því yfirleitt mjög gott" segir meðal annars í fréttatilkynningu frá SVFR. Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði
SVFR hefur samið um leigu á Steinsmýrarvötnum frá og með næsta sumri. Þessu hljóta félagsmenn SVFR að fagna enda svæðið einstaklega gjöfult og vinsælt til veiða. Í tilkynningu frá félaginu segir: "SVFR hefur undirritað samning um leigu á veiðirétti í Steinsmýrarvötnum frá og með næstkomandi sumri fram til og með 2016. Svæðið er fjölbreytt og skemmtilegt og félagsmönnum SVFR að góðu kunnugt. Veitt er á fjórar stangir og er veiðitíminn frá 1. apríl til 10. október. Fínasta veiðihús fylgir svæðinu og eru í því tvö svefnherbergi, svefnloft, heitur pottur og vöðluskúr. Öll helstu þægindi er að finna í húsinu og geta allt að átta manns hæglega gist í því. Í Steinsmýrarvötnum fá veiðimenn og -konur margt í einum pakka. Veiðisvæðið samanstendur af tveimur vötnum og lækjum sem renna í og úr vötnunum og eru þessir staðir oft mjög gjöfulir. Steinsmýrarvötn eru staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og eru í göngufæri frá veiðihúsinu. Í Steinsmýravötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Yfir sumarið, eða í júní og júlí, veiðist vel af bleikju og er hún gríðarvæn í vötnunum en meðalþyngdin á henni hefur verið rúm 3...pund. Í ágúst byrjar svo sjóbirtingurinn að ganga og er hann að ganga langt fram að áramótum og tímabilið frá ágúst og út veiðitímann því yfirleitt mjög gott" segir meðal annars í fréttatilkynningu frá SVFR.
Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði