Polaris með loftlaus dekk Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 10:15 Loftlausu dekkin á Polaris fjórhjóli. Draumurinn um dekk sem aldrei spring er langlífur, en hefur þó aðallega sést á tilraunastofum, en ekki á farartækjum sem til sölu eru. Það hefur breyst með tilkomu fjórhjóls frá Polaris sem nú er í boði með loftlaus dekk. Fjórhjólið heitir Sportsman WV850 og er það byggt á grunni hjóls sem ætlað er til hernaðarnota fyrir bandaríska herinn. Því kemur það ekki á óvart að dekkin þola að á þau sé skotið úr byssum með allt að 0,50 calibera riffli án þess að skaðast. Þessi dekk líkjast reyndar mjög dekkjum sem þróuð hafa verið hjá Michelin og Bridgestone, en engum fréttum fer af því að þau eigi hönd í bagga með þróun þessara dekkja. Þessi dekk eru langt frá því ódýr, því þau kosta litla 15.000 dollara gangurinn, eða um 1,8 milljónir króna. Þá á eftir að kaupa fjórhjólið sjálft. Kaupa má þessi dekk frá og með næsta mánuði. Allvígalegt fjórhjól, enda ætlað til hernaðarnota. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Draumurinn um dekk sem aldrei spring er langlífur, en hefur þó aðallega sést á tilraunastofum, en ekki á farartækjum sem til sölu eru. Það hefur breyst með tilkomu fjórhjóls frá Polaris sem nú er í boði með loftlaus dekk. Fjórhjólið heitir Sportsman WV850 og er það byggt á grunni hjóls sem ætlað er til hernaðarnota fyrir bandaríska herinn. Því kemur það ekki á óvart að dekkin þola að á þau sé skotið úr byssum með allt að 0,50 calibera riffli án þess að skaðast. Þessi dekk líkjast reyndar mjög dekkjum sem þróuð hafa verið hjá Michelin og Bridgestone, en engum fréttum fer af því að þau eigi hönd í bagga með þróun þessara dekkja. Þessi dekk eru langt frá því ódýr, því þau kosta litla 15.000 dollara gangurinn, eða um 1,8 milljónir króna. Þá á eftir að kaupa fjórhjólið sjálft. Kaupa má þessi dekk frá og með næsta mánuði. Allvígalegt fjórhjól, enda ætlað til hernaðarnota.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent