Óku milli New York og Los Angeles á 29 tímum Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2013 10:00 Þremenningarnir í upphafi ferðar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi komist á bíl milli borganna New York og Los Angeles hraðar en Ed Bolian og vinir hans tveir gerðu í síðustu viku. Það tók þá ekki nema 28 klukkutíma og 50 mínútur að aka þessa leið milli strandanna. Meðalhraði þeirra var 157,7 km/klst og mesti hraði 254 km/klst. Bíllinn sem brúkaður var til að setja metið var Mercedes Benz CL55 AMG af árgerð 2004. Samkvæmt Google Maps ætti þessi akstur að taka a.m.k. 40 klukkustundir, en þá þarf að halda 113 km meðalhraða og stoppa aldrei. Bíllinn sem þeir félagar óku var útbúinn auka eldsneytistanki og í honum var hágæða radarvari, svo sneiða mætti hjá laganna vörðum. Ekki var bíllinn lengi kjurr á leiðinni, eða samtals í 46 mínútur og það helst til bensínáfyllinga. Helsta ástæða ferðar þremenninganna var að þeirra sögn að minnast Cannonball Run, óopinberri keppni þar sem þessi leið var ekin á áttunda áratug síðustu aldar. Ekki mæla þeir með að þetta verði endurtekið, enda ferðin æði hættuleg, fyrir utan það að brjóta þarf lögin svo til hverja einustu mínútu hennar. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent
Ekki er vitað til þess að nokkur hafi komist á bíl milli borganna New York og Los Angeles hraðar en Ed Bolian og vinir hans tveir gerðu í síðustu viku. Það tók þá ekki nema 28 klukkutíma og 50 mínútur að aka þessa leið milli strandanna. Meðalhraði þeirra var 157,7 km/klst og mesti hraði 254 km/klst. Bíllinn sem brúkaður var til að setja metið var Mercedes Benz CL55 AMG af árgerð 2004. Samkvæmt Google Maps ætti þessi akstur að taka a.m.k. 40 klukkustundir, en þá þarf að halda 113 km meðalhraða og stoppa aldrei. Bíllinn sem þeir félagar óku var útbúinn auka eldsneytistanki og í honum var hágæða radarvari, svo sneiða mætti hjá laganna vörðum. Ekki var bíllinn lengi kjurr á leiðinni, eða samtals í 46 mínútur og það helst til bensínáfyllinga. Helsta ástæða ferðar þremenninganna var að þeirra sögn að minnast Cannonball Run, óopinberri keppni þar sem þessi leið var ekin á áttunda áratug síðustu aldar. Ekki mæla þeir með að þetta verði endurtekið, enda ferðin æði hættuleg, fyrir utan það að brjóta þarf lögin svo til hverja einustu mínútu hennar.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent