Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 66-67 | Dominos-deild kvenna Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 30. október 2013 20:00 myndir / daníel Snæfell vann dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í Dominos-deild kvenna en leikurinn var spennandi frá upphafi til enda. Lokatölur 66-67. Haukar eru með fjögur stig en Snæfell er með tíu stig líkt og Keflavík á toppnum en Keflavík á leik inni. Þessi tvö lið mætast í stórleik á sunnudag. Lele Hardy skoraði 27 stig og tók 23 fráköst fyrir Hauka í kvöld. Chynna Unique Brown var með 19 stig og 14 fráköst fyrir Snæfell. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 16 stig og tók 15 fráköst. Haukar áttu síðustu sókn leiksins en eftir mikla þvögu tapaði liðið boltanum og leiknum svo í kjölfarið.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka:"Ég er nokkuð pirraður yfir þessu. Við ætluðum okkur meira í þessum leik. Við höfðum unnið tvo leiki í röð og ætluðum að taka þann þriðja í dag en við nýttum ekki tækifærin sem okkur stóð til boða," sagði Bjarni eftir leik. "Oft á tíðum vorum við ekki nægilega fljótar til baka og vorum að gefa þeim auðveldar körfur. Við vorum of staðar og ekki nógu ákveðnar í því sem við ætluðum að gera. Við fengum fullt af fínum færum undir körfunni sem við vorum ekki að nýta nægilega vel." "Snæfellsliðið kom mér ekki á óvart. Það er erfitt að spila gegn Snæfelli. Þær eru líkamlega sterkar og spila fast. Þetta er vel þjálfað lið, bara hörkulið. Mér fannst þetta samt vera í okkar höndum og við áttum að klára þetta."Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells:"Ég var rosalega ánægður með að vinna þennan leik. Mér fannst við vera betri allan leikinn. Þær fengu auðveldar körfur. Við sýndum í lokin að við erum alvöru varnarlið, við náðum þá að stoppa þær," sagði Ingi Þór. "Við vorum alveg á brúninni varðandi villuvandræði en það eru gæði góðra leikmanna að spila leik án þess að fá villur. Ég skemmti mér konunglega, skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða. Deildin er gríðarlega jöfn og stutt á milli í þessu." "Við ætlum að vinna svo sigur gegn Keflavík á heimavelli á sunnudag. Keflavík er liðið til að vinna."Leik lokið! 66-67: Haukar klúðruðu síðustu sókn sinni og Snæfell fagnar sigri! 4. leikhluti, 66-67: Haukar eiga boltann. 16,9 sek eftir og leikhlé tekið.4. leikhluti, 66-67: Haukar voru að klúðra sókn og Snæfell getur náð fínni forystu. 45 sek eftir.4. leikhluti, 60-61: Lovísa Björt Henningsdóttir smellti niður dýrmætum þrist listilega.4. leikhluti, 57-57: Stuðningsmenn Hauka farnir að láta í sér heyra. Á svona stundu verða mistök enn dýrkeyptari og tilþrifin enn dýrmætari.3. leikhluta lokið, 55-53: Mikil spenna fyrir síðasta fjórðunginn. Þetta verður eitthvað. Heimakonur með naumt forskot.3. leikhluti, 47-50: Rúmar tvær mínútur eftir af þriðja fjórðungi.3. leikhluti, 38-38: Ingi þjálfari Snæfells er ekki alveg sáttur við dómgæsluna. Eva Margrét Kristjánsdóttir er komin með fjórar villur og Hildur Sigurðardóttir þrjár.Hálfleikur, 36-38: Snæfell fékk tvö víti til að ná jöfnu í hálfleik en klúðraði báðum skotunum. Mikil spenna í gangi. Lele Hardy með 13 stig fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdánardóttir með átta. Hjá Snæfelli er Chynna Unique Brown með 11 stig.2. leikhluti, 35-33: Ein og hálf mínúta til hálfleiks.2. leikhluti, 28-30: Allt í járnum hér á Ásvöllum. Liðin skiptast á að hafa forystuna. Fjölgar hægt og bítandi í salnum sem er jákvætt.2. leikhluti, 26-25: Haukakonur eru komnar yfir í leiknum. Lele Hardy með tíu stig fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdánardóttir með átta.1 leikhluta lokið, 16-21: Jæja Haukastelpurnar að komast í góðan gír. Það er hart barist.1. leikhluti, 5-15: Tæpar fjórar mínútur eftir af fyrsta fjórðung. Snæfell að byrja þetta vel.1. leikhluti, 3-9: Þjálfari Hauka ekki sáttur við byrjun leiksins og tekur leikhlé þegar innan við þrjár mínútur eru liðnar. Eva Margrét Kristjánsdóttir með fimm stig fyrir gestina.Fyrir leik: Hátalarakerfið á Ásvöllum bilað og vallarkynnirinn er fyrir framan stúkuna og kynnir liðin fyrir framan þá 40 áhorfendur sem mættir eru. Engin tónlist í upphitun eða neitt.Fyrir leik: Lið Snæfells er í öðru sæti deildarinnar, unnið fjóra leiki en tapað einum. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum hafa Haukakonur unnið tvo leiki í röð.Fyrir leik: Það er tvíhöfði á Ásvöllum í kvöld en karlalið þessara sömu félaga eigast við hérna klukkan 20. Leikmenn eru að hita upp og verið að gera allt klárt í salnum. Aðgangur er ókeypis í boði Valitor og vonandi lætur fólk sjá sig.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Snæfells lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Snæfell vann dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í Dominos-deild kvenna en leikurinn var spennandi frá upphafi til enda. Lokatölur 66-67. Haukar eru með fjögur stig en Snæfell er með tíu stig líkt og Keflavík á toppnum en Keflavík á leik inni. Þessi tvö lið mætast í stórleik á sunnudag. Lele Hardy skoraði 27 stig og tók 23 fráköst fyrir Hauka í kvöld. Chynna Unique Brown var með 19 stig og 14 fráköst fyrir Snæfell. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 16 stig og tók 15 fráköst. Haukar áttu síðustu sókn leiksins en eftir mikla þvögu tapaði liðið boltanum og leiknum svo í kjölfarið.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka:"Ég er nokkuð pirraður yfir þessu. Við ætluðum okkur meira í þessum leik. Við höfðum unnið tvo leiki í röð og ætluðum að taka þann þriðja í dag en við nýttum ekki tækifærin sem okkur stóð til boða," sagði Bjarni eftir leik. "Oft á tíðum vorum við ekki nægilega fljótar til baka og vorum að gefa þeim auðveldar körfur. Við vorum of staðar og ekki nógu ákveðnar í því sem við ætluðum að gera. Við fengum fullt af fínum færum undir körfunni sem við vorum ekki að nýta nægilega vel." "Snæfellsliðið kom mér ekki á óvart. Það er erfitt að spila gegn Snæfelli. Þær eru líkamlega sterkar og spila fast. Þetta er vel þjálfað lið, bara hörkulið. Mér fannst þetta samt vera í okkar höndum og við áttum að klára þetta."Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells:"Ég var rosalega ánægður með að vinna þennan leik. Mér fannst við vera betri allan leikinn. Þær fengu auðveldar körfur. Við sýndum í lokin að við erum alvöru varnarlið, við náðum þá að stoppa þær," sagði Ingi Þór. "Við vorum alveg á brúninni varðandi villuvandræði en það eru gæði góðra leikmanna að spila leik án þess að fá villur. Ég skemmti mér konunglega, skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða. Deildin er gríðarlega jöfn og stutt á milli í þessu." "Við ætlum að vinna svo sigur gegn Keflavík á heimavelli á sunnudag. Keflavík er liðið til að vinna."Leik lokið! 66-67: Haukar klúðruðu síðustu sókn sinni og Snæfell fagnar sigri! 4. leikhluti, 66-67: Haukar eiga boltann. 16,9 sek eftir og leikhlé tekið.4. leikhluti, 66-67: Haukar voru að klúðra sókn og Snæfell getur náð fínni forystu. 45 sek eftir.4. leikhluti, 60-61: Lovísa Björt Henningsdóttir smellti niður dýrmætum þrist listilega.4. leikhluti, 57-57: Stuðningsmenn Hauka farnir að láta í sér heyra. Á svona stundu verða mistök enn dýrkeyptari og tilþrifin enn dýrmætari.3. leikhluta lokið, 55-53: Mikil spenna fyrir síðasta fjórðunginn. Þetta verður eitthvað. Heimakonur með naumt forskot.3. leikhluti, 47-50: Rúmar tvær mínútur eftir af þriðja fjórðungi.3. leikhluti, 38-38: Ingi þjálfari Snæfells er ekki alveg sáttur við dómgæsluna. Eva Margrét Kristjánsdóttir er komin með fjórar villur og Hildur Sigurðardóttir þrjár.Hálfleikur, 36-38: Snæfell fékk tvö víti til að ná jöfnu í hálfleik en klúðraði báðum skotunum. Mikil spenna í gangi. Lele Hardy með 13 stig fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdánardóttir með átta. Hjá Snæfelli er Chynna Unique Brown með 11 stig.2. leikhluti, 35-33: Ein og hálf mínúta til hálfleiks.2. leikhluti, 28-30: Allt í járnum hér á Ásvöllum. Liðin skiptast á að hafa forystuna. Fjölgar hægt og bítandi í salnum sem er jákvætt.2. leikhluti, 26-25: Haukakonur eru komnar yfir í leiknum. Lele Hardy með tíu stig fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdánardóttir með átta.1 leikhluta lokið, 16-21: Jæja Haukastelpurnar að komast í góðan gír. Það er hart barist.1. leikhluti, 5-15: Tæpar fjórar mínútur eftir af fyrsta fjórðung. Snæfell að byrja þetta vel.1. leikhluti, 3-9: Þjálfari Hauka ekki sáttur við byrjun leiksins og tekur leikhlé þegar innan við þrjár mínútur eru liðnar. Eva Margrét Kristjánsdóttir með fimm stig fyrir gestina.Fyrir leik: Hátalarakerfið á Ásvöllum bilað og vallarkynnirinn er fyrir framan stúkuna og kynnir liðin fyrir framan þá 40 áhorfendur sem mættir eru. Engin tónlist í upphitun eða neitt.Fyrir leik: Lið Snæfells er í öðru sæti deildarinnar, unnið fjóra leiki en tapað einum. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum hafa Haukakonur unnið tvo leiki í röð.Fyrir leik: Það er tvíhöfði á Ásvöllum í kvöld en karlalið þessara sömu félaga eigast við hérna klukkan 20. Leikmenn eru að hita upp og verið að gera allt klárt í salnum. Aðgangur er ókeypis í boði Valitor og vonandi lætur fólk sjá sig.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Snæfells lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira