Benz CLA langbakur árið 2015 Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2013 11:33 Mercedes Bens CLA langbakur fær útlitið frá CLS Shooting Brake. Nýjar gerðir bíla streyma nú frá Mercedes Benz. Ekki er ýkja langt síðan Benz kynnti CLA fólksbílinn, sem byggður er á sama undirvagni og minnst bíll þeirra, A-Class. Langbaksgerð CLA bílsins mun svo líta dagsins ljós árið 2015 og verður mjög líkur stærri bróðurnum, CLS Shooting Brake og er ekki leiðum að líkjast þar. CLA bíllinn var upphaflega hugsaður til þess að freista nýrra viðskiptavina í Bandaríkjunum, fólki sem ekki er tilbúið til að eyða meira en 30.000 dollurum í bíl, enda kostar hann 29.900 dollara þar. CLA langbakur verður fimmti bíll Benz sem er framhjóladrifinn, en þeir eru allir af minni gerð Mercedes Benz bíla. Þessar gerðir eru A og B-Class, CLA og GLA jepplingurinn og nú sá fimmti, CLA langbakur. Heyrst hafði að Benz menn væru með blæju CLA á prjónunum, en nýjustu fréttir benda til þess að svo verði ekki, þá í fyrsta lagi með nýrri kynslóð sem kæmi á markað eftir um 5 ár. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent
Nýjar gerðir bíla streyma nú frá Mercedes Benz. Ekki er ýkja langt síðan Benz kynnti CLA fólksbílinn, sem byggður er á sama undirvagni og minnst bíll þeirra, A-Class. Langbaksgerð CLA bílsins mun svo líta dagsins ljós árið 2015 og verður mjög líkur stærri bróðurnum, CLS Shooting Brake og er ekki leiðum að líkjast þar. CLA bíllinn var upphaflega hugsaður til þess að freista nýrra viðskiptavina í Bandaríkjunum, fólki sem ekki er tilbúið til að eyða meira en 30.000 dollurum í bíl, enda kostar hann 29.900 dollara þar. CLA langbakur verður fimmti bíll Benz sem er framhjóladrifinn, en þeir eru allir af minni gerð Mercedes Benz bíla. Þessar gerðir eru A og B-Class, CLA og GLA jepplingurinn og nú sá fimmti, CLA langbakur. Heyrst hafði að Benz menn væru með blæju CLA á prjónunum, en nýjustu fréttir benda til þess að svo verði ekki, þá í fyrsta lagi með nýrri kynslóð sem kæmi á markað eftir um 5 ár.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent