Kláruðu silkileiðina á Range Rover Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 13:45 Leiðangursmenn kátir að leiðarlokum. Svo virðist sem fyrirtækinu Jaguar/Land Rover sé mikið í mun að sanna fyrir heimsbyggðinni gæði bíla sinna. Fyrir stuttu var tilkynnt um 16.000 km akstur Land Rover Defender bíls frá London til Höfðaborgar á 10 dögum þar á gæði hans myndi reyna mjög. Þeir hjá Land Rover voru einnig að klára mikla langferð þar sem Range Rover Hybrid bíl var ekið frá verksmiðju Land Rover í Solihull til Mumbai í Indlandi og tók sú ferð 53 daga og voru eknir 16.850 km í ferðinni og farið í gegnum 13 lönd. Þessi leið liggur að stórum hluta um silkileiðina fornu sem kínverskt silki var flutt um löngum til Evrópu. Á leiðinni óku leiðangursmenn í yfir 3.300 metra hæð og hæsti punkturinn var í 5.290 metra hæð. Það sprungu 15 dekk á leiðinni. Bílarnir eyddu ekki nema 6,5 lítrum á hundraðið að meðaltali og alvarlegar bilanir voru engar. Eyðslutölurnar vekja sannarlega athygli fyrir svo stóra bíla. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent
Svo virðist sem fyrirtækinu Jaguar/Land Rover sé mikið í mun að sanna fyrir heimsbyggðinni gæði bíla sinna. Fyrir stuttu var tilkynnt um 16.000 km akstur Land Rover Defender bíls frá London til Höfðaborgar á 10 dögum þar á gæði hans myndi reyna mjög. Þeir hjá Land Rover voru einnig að klára mikla langferð þar sem Range Rover Hybrid bíl var ekið frá verksmiðju Land Rover í Solihull til Mumbai í Indlandi og tók sú ferð 53 daga og voru eknir 16.850 km í ferðinni og farið í gegnum 13 lönd. Þessi leið liggur að stórum hluta um silkileiðina fornu sem kínverskt silki var flutt um löngum til Evrópu. Á leiðinni óku leiðangursmenn í yfir 3.300 metra hæð og hæsti punkturinn var í 5.290 metra hæð. Það sprungu 15 dekk á leiðinni. Bílarnir eyddu ekki nema 6,5 lítrum á hundraðið að meðaltali og alvarlegar bilanir voru engar. Eyðslutölurnar vekja sannarlega athygli fyrir svo stóra bíla.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent