Ævisaga Morrisey vekur mikla athygli Ómar Úlfur skrifar 22. október 2013 11:06 Þessi sjarmerandi maður Ævisaga söngvarans Morrisey er nýlega komin út og hefur nú þegar vakið mikla athygli. Morrisey hefur alltaf verið umdeildur og hafa miklar umræður skapast um bókina í Bretlandi. Allur texti ævisögunnar er mjög í anda Morrisey og þykir bókin seinlesin en jafnframt safarík. Bókin fjallar um samskipti hans við félaga sína í hljómsveitinni The Smiths og talar Morrisey oftast hlýlega um þá. Morrisey skýtur þó föstum skotum á trommarann Mike Joyce og bassaleikarann Andy Rourke aðalega vegna málaferlanna varðandi hljómsveitina. Útgefandi The Smiths, Geoff Travis hjá Rough Trade fær háðulega útreið og honum er beinlínis kennt um það að sveitin varð ekki stærri á sínum tíma. Söngvarinn hefur ætíð verið afar dulur varðandi einkalíf sitt en opinberar þó ýmislegt í bókinni. Hann lýsir skólagöngu sinni ítarlega og vandar bresku menntakerfi ekki kveðjurnar. Fótboltamanninum George Best er lýst sem miklum áhrifavaldi. Morrisey hefur aldrei verið opinskár varðandi kynhneigð sína og það breytist ekki í bókinni, þó er margt skrifað undir rós. Hann skrifar um samskipti sín við Jake Walters sem elti hann heim eftir máltíð á veitingastað og dvaldi í tvö ár. Hér fyrir neðan má sjá myndband af The Smiths flytja lagið How Soon Is Now sem að útgefandinn Geoff Travis lýsti sem hávaða við fyrstu hlustun. Harmageddon Mest lesið Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðisflokkurinn tapaði í prófkjöri sjálfstæðismanna Harmageddon Heill tugur mætti til makrílveislu Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Sannleikurinn: Fimmtungur íslensku þjóðarinnar er það feitur að hann er í raun og veru helmingur þjóðarinnar Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon Rassgatið á engu glennir sig - myndband Harmageddon Söngvari Creed á ekki efni á mat Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Ný plata hjá The Vaccines á þessu ári Harmageddon
Ævisaga söngvarans Morrisey er nýlega komin út og hefur nú þegar vakið mikla athygli. Morrisey hefur alltaf verið umdeildur og hafa miklar umræður skapast um bókina í Bretlandi. Allur texti ævisögunnar er mjög í anda Morrisey og þykir bókin seinlesin en jafnframt safarík. Bókin fjallar um samskipti hans við félaga sína í hljómsveitinni The Smiths og talar Morrisey oftast hlýlega um þá. Morrisey skýtur þó föstum skotum á trommarann Mike Joyce og bassaleikarann Andy Rourke aðalega vegna málaferlanna varðandi hljómsveitina. Útgefandi The Smiths, Geoff Travis hjá Rough Trade fær háðulega útreið og honum er beinlínis kennt um það að sveitin varð ekki stærri á sínum tíma. Söngvarinn hefur ætíð verið afar dulur varðandi einkalíf sitt en opinberar þó ýmislegt í bókinni. Hann lýsir skólagöngu sinni ítarlega og vandar bresku menntakerfi ekki kveðjurnar. Fótboltamanninum George Best er lýst sem miklum áhrifavaldi. Morrisey hefur aldrei verið opinskár varðandi kynhneigð sína og það breytist ekki í bókinni, þó er margt skrifað undir rós. Hann skrifar um samskipti sín við Jake Walters sem elti hann heim eftir máltíð á veitingastað og dvaldi í tvö ár. Hér fyrir neðan má sjá myndband af The Smiths flytja lagið How Soon Is Now sem að útgefandinn Geoff Travis lýsti sem hávaða við fyrstu hlustun.
Harmageddon Mest lesið Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðisflokkurinn tapaði í prófkjöri sjálfstæðismanna Harmageddon Heill tugur mætti til makrílveislu Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Sannleikurinn: Fimmtungur íslensku þjóðarinnar er það feitur að hann er í raun og veru helmingur þjóðarinnar Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon Rassgatið á engu glennir sig - myndband Harmageddon Söngvari Creed á ekki efni á mat Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Ný plata hjá The Vaccines á þessu ári Harmageddon
Sannleikurinn: Fimmtungur íslensku þjóðarinnar er það feitur að hann er í raun og veru helmingur þjóðarinnar Harmageddon
Sannleikurinn: Fimmtungur íslensku þjóðarinnar er það feitur að hann er í raun og veru helmingur þjóðarinnar Harmageddon