Arsene Wenger fékk tap á Emirates í afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 18:15 Mynd/NordicPhotos/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er mikil spenna í riðlinum enda eru Arsenal, Napoli og Borussia Dortmund nú öll með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Arsenal byrjaði leikinn ekki vel og þetta leit út fyrir að ætla að verða langt kvöld þegar Henrikh Mkhitaryan kom Dortmund yfir á 16. mínútu. Aaron Ramsey tapaði þá boltanum fyrir framan eigin vítateig og Robert Lewandowski kom honum áfram á Armenann Mkhitaryan sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Leikmenn Arsenal gerðu hinsvegar vel í að vinna sig inn í leikinn og áttu skilið að fá jöfnunarmark fyrir hálfleik. Mats Hummels bjargði frá Tomáš Rosický á marklínu áður en Olivier Giroud jafnaði metin á 41. mínútu eftir hraða sókn. Neven Subotic, varnarmaður Dortmund og markvörðurinn Roman Weidenfeller misstu af fyrirgjöf Bakary Sagna og Giroud var grimmastur á boltann. Aaron Ramsey kom boltanum í markið á 66. mínútu en dómarinn hafði áður dæmt brot á leikmenn Arsenal. Santi Cazorla átti síðan skot í skeytin á 69.mínútu eftir flottan undirbúning Mesut Özil. Arsenal var miklu líklegra til að bæta við marki en það var Dortmund sem tryggði sér sigurinn með marki eftir skyndisókn á 82. mínútu. Robert Lewandowski skoraði þá með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin Grosskreutz. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er mikil spenna í riðlinum enda eru Arsenal, Napoli og Borussia Dortmund nú öll með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Arsenal byrjaði leikinn ekki vel og þetta leit út fyrir að ætla að verða langt kvöld þegar Henrikh Mkhitaryan kom Dortmund yfir á 16. mínútu. Aaron Ramsey tapaði þá boltanum fyrir framan eigin vítateig og Robert Lewandowski kom honum áfram á Armenann Mkhitaryan sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Leikmenn Arsenal gerðu hinsvegar vel í að vinna sig inn í leikinn og áttu skilið að fá jöfnunarmark fyrir hálfleik. Mats Hummels bjargði frá Tomáš Rosický á marklínu áður en Olivier Giroud jafnaði metin á 41. mínútu eftir hraða sókn. Neven Subotic, varnarmaður Dortmund og markvörðurinn Roman Weidenfeller misstu af fyrirgjöf Bakary Sagna og Giroud var grimmastur á boltann. Aaron Ramsey kom boltanum í markið á 66. mínútu en dómarinn hafði áður dæmt brot á leikmenn Arsenal. Santi Cazorla átti síðan skot í skeytin á 69.mínútu eftir flottan undirbúning Mesut Özil. Arsenal var miklu líklegra til að bæta við marki en það var Dortmund sem tryggði sér sigurinn með marki eftir skyndisókn á 82. mínútu. Robert Lewandowski skoraði þá með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin Grosskreutz.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira