Celtic refsaði grimmilega og Ajax er nánast úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 18:15 Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/NordicPhotos/Getty Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér. Ajax var síst lakara liðið í leiknum og fékk dauðafæri rétt áður en Celtic-liðið skoraði mörkin sín. Celtic hefur nú tveimur stigum meira en Ajax sem er á botni H-riðilsins með eitt stig af níu mögulegum. Ajax endaði leikinn manni fleiri eftir að Celtic-maðurinn Nir Biton fékk beint rautt spjald á 88. mínútu og náði að minnka muninn á lokasekúndum leiksins. Ajax var hættulegra liðið í fyrri hálfleiknum og Daninn Christian Poulsen átti skot í slá áður en heimamenn í Celtic komust yfir. Anthony Stokes fiskaði víti á Stefano Denswil á lokamínútu fyrri hálfleiks og James Forrest skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og opnaði markareikning Celtic í Meistaradeildinni í ár. Stuðningsmenn Ajax voru allt annað en sáttir með þetta víti enda eflaust enn í fersku minni ódyra vítaspyrnan sem AC Milan leikmaðurinn Mario Balotelli fékk á móti þeim í síðustu umferð. Ajax fékk líka mjög gott færi skömmu áður en Beram Kayal kom Celtic í 2-0 en langskot hans fór af umræddum Stefano Denswil og í markið. Kolbeinn Sigþórsson fékk algjör dauðafæri tveimur mínútum eftir annað markið en skot hans sleikti fjærstöngina. Lasse Schöne minnkaði muninn í 2-1 á fjórðu mínútu í uppbótartíma en það kom alltof seint og Celtic-menn fögnuðu sigri. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér. Ajax var síst lakara liðið í leiknum og fékk dauðafæri rétt áður en Celtic-liðið skoraði mörkin sín. Celtic hefur nú tveimur stigum meira en Ajax sem er á botni H-riðilsins með eitt stig af níu mögulegum. Ajax endaði leikinn manni fleiri eftir að Celtic-maðurinn Nir Biton fékk beint rautt spjald á 88. mínútu og náði að minnka muninn á lokasekúndum leiksins. Ajax var hættulegra liðið í fyrri hálfleiknum og Daninn Christian Poulsen átti skot í slá áður en heimamenn í Celtic komust yfir. Anthony Stokes fiskaði víti á Stefano Denswil á lokamínútu fyrri hálfleiks og James Forrest skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og opnaði markareikning Celtic í Meistaradeildinni í ár. Stuðningsmenn Ajax voru allt annað en sáttir með þetta víti enda eflaust enn í fersku minni ódyra vítaspyrnan sem AC Milan leikmaðurinn Mario Balotelli fékk á móti þeim í síðustu umferð. Ajax fékk líka mjög gott færi skömmu áður en Beram Kayal kom Celtic í 2-0 en langskot hans fór af umræddum Stefano Denswil og í markið. Kolbeinn Sigþórsson fékk algjör dauðafæri tveimur mínútum eftir annað markið en skot hans sleikti fjærstöngina. Lasse Schöne minnkaði muninn í 2-1 á fjórðu mínútu í uppbótartíma en það kom alltof seint og Celtic-menn fögnuðu sigri.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Sjá meira