Ekki fleiri tölvuleikir í nafni Tiger Woods Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. október 2013 13:44 Tölvuteiknaður Tiger í góðri sveiflu. Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá. Leikjavísir Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá.
Leikjavísir Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira