Reiðhjólastell sem vegur 870 grömm Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 13:30 Þau gerast ekki léttari reiðhjólin. Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent
Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent