Framleiðslu LR Defender hætt 2015 Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 16:15 Land Rover Defender Eftir aðeins tvö ár verður smíði Land Rover Defender bílsins hætt eftir 67 ára framleiðslu. Nafnið Defender fékk þessi goðsagnarkenndi bíll reyndar ekki fyrr en árið 1990, en engu að síður á hann rætur sínar í bíl sem kom fyrst á markað árið 1948 undir nafninu Series I Land Rover. Defender verður að sjálfsögðu leystur af hólmi með nýjum bíl frá Land Rover og verður hann kynntur árið 2015. Helsta ástæða þess að framleiðslunni verður hætt á Defender er sú að hann stenst ekki þær mengunarkröfur sem gerðar eru til bílaframleiðenda. Þessar fréttir munu örugglega ekki minnka áhuga þeirra sem gætu hugsað sér að eiga þennan sterkbyggða bíl. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent
Eftir aðeins tvö ár verður smíði Land Rover Defender bílsins hætt eftir 67 ára framleiðslu. Nafnið Defender fékk þessi goðsagnarkenndi bíll reyndar ekki fyrr en árið 1990, en engu að síður á hann rætur sínar í bíl sem kom fyrst á markað árið 1948 undir nafninu Series I Land Rover. Defender verður að sjálfsögðu leystur af hólmi með nýjum bíl frá Land Rover og verður hann kynntur árið 2015. Helsta ástæða þess að framleiðslunni verður hætt á Defender er sú að hann stenst ekki þær mengunarkröfur sem gerðar eru til bílaframleiðenda. Þessar fréttir munu örugglega ekki minnka áhuga þeirra sem gætu hugsað sér að eiga þennan sterkbyggða bíl.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent