Fjölgun í Bílgreinasambandinu Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2013 09:15 Fundargestir í skoðunarferð um höfuðstöðvar Toyota. Fjölgað hefur um 12 fyrirtæki í Bílgreinasambandinu frá því í vor og er það um 10% fjölgun en alls eru nú 126 fyrirtæki skráð í sambandið. Má þar m.a. nefna almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og fleiri þjónustuaðila í bílgreininni. Haustfundur Bílgreinasambandsins var haldinn í höfuðstöðvum Toyota í Kauptúni í vikunni. Vel á annað hundrað manns mættu á fundinn og fóru yfir fjölmörg og fjölbreytt mál sem viðkoma bílgreininni. Að auki fengu fundargestir skoðunarferð um höfuðstöðvar Toyota. Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent
Fjölgað hefur um 12 fyrirtæki í Bílgreinasambandinu frá því í vor og er það um 10% fjölgun en alls eru nú 126 fyrirtæki skráð í sambandið. Má þar m.a. nefna almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og fleiri þjónustuaðila í bílgreininni. Haustfundur Bílgreinasambandsins var haldinn í höfuðstöðvum Toyota í Kauptúni í vikunni. Vel á annað hundrað manns mættu á fundinn og fóru yfir fjölmörg og fjölbreytt mál sem viðkoma bílgreininni. Að auki fengu fundargestir skoðunarferð um höfuðstöðvar Toyota. Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent