Bless, blæju Benz G-lander! Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2013 10:30 Það eru fáir bílar búnir að vera lengur í framleiðslu en Gelanderwagen bíllinn frá Mercedes Benz, enda afar traustur bíll. Hann hefur verið smíðaður svo til óbreyttur frá 1979 og framleiðslu hans verður haldið áfram. Þó er ein gerð bílsins sem aðdáendur hans þurfa að kveðja á næstunni, þ.e. blæjuútfærsla hans, sem er með tveimur hurðum. Þessi bíll er mun styttri en venjulegur Gelanderwagen, svo munar um 70 cm milli öxla. Það er austurríska fyrirtækið Magna Steyr sem framleiðir alla Gelandarwagen og nú geta þeir einbeitt sér að því að framleiða aðeins lengri gerðina. Kannski veitir ekki af því bara svissneski herinn pantaði 4.300 slíka um daginn. Samningur Mercedes Benz við Magna Steyr gildir til 2019 svo víst er að bíllinn verður að minnsta kosti framleiddur til þess árs. Bílablað Fréttablaðsins fékk tækifæri til að kynnast bæði styttri og lengri gerð Gelanderwagen á íslenska hálendinu fyrir stuttu og birtist myndskeið af þeirri ferð í Íslandi í dag fyrir skömmu. Sjá má það myndskeið hér. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent
Það eru fáir bílar búnir að vera lengur í framleiðslu en Gelanderwagen bíllinn frá Mercedes Benz, enda afar traustur bíll. Hann hefur verið smíðaður svo til óbreyttur frá 1979 og framleiðslu hans verður haldið áfram. Þó er ein gerð bílsins sem aðdáendur hans þurfa að kveðja á næstunni, þ.e. blæjuútfærsla hans, sem er með tveimur hurðum. Þessi bíll er mun styttri en venjulegur Gelanderwagen, svo munar um 70 cm milli öxla. Það er austurríska fyrirtækið Magna Steyr sem framleiðir alla Gelandarwagen og nú geta þeir einbeitt sér að því að framleiða aðeins lengri gerðina. Kannski veitir ekki af því bara svissneski herinn pantaði 4.300 slíka um daginn. Samningur Mercedes Benz við Magna Steyr gildir til 2019 svo víst er að bíllinn verður að minnsta kosti framleiddur til þess árs. Bílablað Fréttablaðsins fékk tækifæri til að kynnast bæði styttri og lengri gerð Gelanderwagen á íslenska hálendinu fyrir stuttu og birtist myndskeið af þeirri ferð í Íslandi í dag fyrir skömmu. Sjá má það myndskeið hér.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent