Ólafur Björn: Það er mjög erfitt að kyngja þessu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 19:02 Ólafur Björn Loftsson. Mynd/Pjetur Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrri Evrópumótaröðina í golfi. Lokahringurinn í Frakklandi var leikinn í dag. Ólafur Björn lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari sem skilaði honum í 30. sæti. Efstu 27 kylfingarnir komust áfram og Ólafur því hársbreidd, eða tveimur höggum, frá þátttöku á næsta stigi. Ólafur segist á Fésbókarsíðu sinni hafa gengið í gegnum mótlæti undanfarnar vikur en það dragi þó ekki úr honum kraftinn. Hann hafi mikla trú á sjálfum sér og veit að hann mun koma sterkari til baka þrátt fyrir mótlætið. Færslu Ólafs Björns í heild sinni má sjá hér að neðan. Lokastöðuna í mótinu má sjá hér.„Ég komst því miður ekki áfram á næsta stig eftir að spila lokahringinn á 74 (+3) höggum. 27 kylfingar fóru áfram en ég endaði jafn í 30. sæti, tveimur höggum frá takmarkinu. Það er mjög erfitt að kyngja þessu en þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Ég gerði fá mistök, hitti nánast allar brautirnar og óð í góðum fuglafærum allan hringinn. Ég hitti til að mynda 10 flatir í röð en náði bara ekki að brjóta ísinn. Ég átti mörg góð pútt en ofan í vildi boltinn ekki. Ég varð fyrir því óláni að tapa tveimur höggum snemma á hringnum þegar ég týndi bolta eftir að ég sló innáhöggi mínu í tré þar sem boltinn festist líklega. En ég gerði margt gott í dag, barðist fram á síðustu holu og ég sé ekki eftir neinu.Ég hef gengið í gegnum smá mótlæti undanfarnar vikur en ég læt þetta ekki draga úr mér kraftinn. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og ég veit að ég kem mun sterkari til baka. Þarf að hrista þessi vonbrigði fljótt af mér og vinna stíft að því að bæta minn leik.Ég vil þakka öllum mínum styrktar- og stuðningsaðilum, fjölskyldu og vinum fyrir frábæran stuðning.“ Golf Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrri Evrópumótaröðina í golfi. Lokahringurinn í Frakklandi var leikinn í dag. Ólafur Björn lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari sem skilaði honum í 30. sæti. Efstu 27 kylfingarnir komust áfram og Ólafur því hársbreidd, eða tveimur höggum, frá þátttöku á næsta stigi. Ólafur segist á Fésbókarsíðu sinni hafa gengið í gegnum mótlæti undanfarnar vikur en það dragi þó ekki úr honum kraftinn. Hann hafi mikla trú á sjálfum sér og veit að hann mun koma sterkari til baka þrátt fyrir mótlætið. Færslu Ólafs Björns í heild sinni má sjá hér að neðan. Lokastöðuna í mótinu má sjá hér.„Ég komst því miður ekki áfram á næsta stig eftir að spila lokahringinn á 74 (+3) höggum. 27 kylfingar fóru áfram en ég endaði jafn í 30. sæti, tveimur höggum frá takmarkinu. Það er mjög erfitt að kyngja þessu en þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Ég gerði fá mistök, hitti nánast allar brautirnar og óð í góðum fuglafærum allan hringinn. Ég hitti til að mynda 10 flatir í röð en náði bara ekki að brjóta ísinn. Ég átti mörg góð pútt en ofan í vildi boltinn ekki. Ég varð fyrir því óláni að tapa tveimur höggum snemma á hringnum þegar ég týndi bolta eftir að ég sló innáhöggi mínu í tré þar sem boltinn festist líklega. En ég gerði margt gott í dag, barðist fram á síðustu holu og ég sé ekki eftir neinu.Ég hef gengið í gegnum smá mótlæti undanfarnar vikur en ég læt þetta ekki draga úr mér kraftinn. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og ég veit að ég kem mun sterkari til baka. Þarf að hrista þessi vonbrigði fljótt af mér og vinna stíft að því að bæta minn leik.Ég vil þakka öllum mínum styrktar- og stuðningsaðilum, fjölskyldu og vinum fyrir frábæran stuðning.“
Golf Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira