Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Þór/KA 1-5 Sigmar Sigfússon á Kópavogsvelli skrifar 11. september 2013 08:06 mynd/valli Þór/KA slátraði Breiðablik, 1-5, í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspynu á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir sem gáfu tóninn. ÞÓR/KA komst í nokkur ágætis færi strax á upphafsmínútunum. Ber þar helst að nefna færið sem Mateja Zver fékk á 5. mínútu eftir skelfileg mistök hjá markmanni Blika. Hún fékk boltann óvænt en skot hennar var framhjá. Eftir góða pressu frá Norðanstúlkum á fyrstu tíu mínútum leiksins tók Breiðablik til sinna ráða. Heimastúlkur óðu hreinlega í færum sem Victoria markmaður ÞÓRS/KA bjargað ofti á löngum köflum. Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu heimastúlkna á 18. mínútu. Greta Mjöll Samúelsdóttir tók þá hornspyrnu frá hægri sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skallar aftur fyrir sig og í netið. Virkilega vel gert hjá Þórdísi Hrönn. Eftir markið hélt Breiðablik pressunni áfram að marki gestanna en náðu ekki að skora. Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks komust Norðanstúlkur aftur inn í leikinn. Þær náðu að jafna leikinn á 45. mínútu. Sandra María Jessen átti þá þrumuskot sem Mist ver út í teiginn hægra megin. Kayla June Grimsley nær frákastinu og sendir boltann út í teiginn þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir kemur á ferðinni og skorar. Staðan var jöfn, 1-1, eftir fyrri hálfleikinn. Í seinni hálfleik byrjuðu gestirnir af miklum krafti og komust yfir, 1-2, á 59. mínútu. Þar var að verki Sandra Jessen eftir góða sendingu frá Mateja Zver. Sandra var svo aftur á ferðinni aðeins þremur mínútum seinna og skoraði þriðja mark Þórs/KA á 62. mínútu. Katrín Ásbjörnsdóttir átti þá hárfína sendingu inn í teig og Sandra réttur maður á réttum stað og skallar boltann inn. Skyndilega voru gestirnir komnir með tveggja marka forystu og virkuðu mun frískari að sjá. Breiðablik var meira með boltann en ÞÓR/KA skapaði sér mun fleiri færi. Norðanstúlkur voru ekki hættar að skora og Mateja Zver skoraði fjórða mark ÞÓRS/KA eftir góða sendingu frá Katrínu. Mateja launaði Katrínu strax með sendingu tveimur mínútum seinna. Góð sending inn á teig og Katrín renndi boltanum framhjá Ástu í markinu. Staðan orðin 1-5 eftir 81 mínútu og róðurinn orðinn erfiður fyrir heimastúlkur í Breiðablik. Lengra komust þær ekki og Þór/KA sigraði sanngjarnt 1-5 og taka stigin þrjú.Jóhann: Gómsætt veganesti út í erfiða Evrópukeppni „Ég er gríðarlega ánægður með liðið og í raun bara montinn að vera þjálfari þess núna,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, gríðarlega sáttur eftir leikinn. „Þetta small svona hjá okkur í dag. Við höfum mætt með öll hráefnin í leikina hjá okkur í sumar en einhvern veginn ekki verið að mixast þetta rétt saman hjá okkur. En þetta gekk 100% upp hjá okkur í dag en mér finnst að við hefðum átt að gera þetta oftar í sumar miðað við það sem við höfum lagt í leikina,“ sagði Jóhann og bætti við. „Við prófuðum í rauninni ekkert nýtt kannski er þetta meira að ganga upp þar sem við höfum að engu að keppa í deildinni. En vissilega er þetta gómsætt veganesti út í erfiða Evrópukeppni, tala nú ekki um ef við vinnum leikinn á laugardaginn líka,“ sagði Húsvíkingurinn að lokum.Hlynur: Seinni hálfleikur var hrein hörmung „Tilfinningin er ekki góð eftir svona leik. 1-5 lítur afskaplega illa út fyrir okkur,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Blika eftir leikinn. „Við byrjuðum vel í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var hrein hörmung. Það var röð mistaka í jöfnunamarkinu hjá þeim í blálokin á fyrri hálfleiknum. Markmaðurinn okkar fékk högg nokkrum mínútum áður og gerði því ekki nægilega vel í því marki skiljanlega. „Leikurinn hefði líklega spilast öðruvísi ef við höfðu farið með forystu inn í hálfleikinn. En það þýðir ekki að tala um það þar sem seinni hálfleikur var skelfilegur hjá okkur," sagði Hlynur ósáttur í lokin.Katrín: Við stelpurnar höfum verið að tala saman Katrín Ásbjörnsdóttir spilaði virkilega vel fyrir sitt lið og skoraði tvö mörk og lagði annað upp. „Þetta var mjög sætt, sérstaklega þar sem við töpuðum í bikarúrslitum á móti þeim“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir eftir leikinn. „Við erum ekki búnar að gera góða hluti í sumar. Við stelpurnar höfum verið að tala saman til þess að reyna að bæta okkar leik. Þetta er síðan smella hjá okkur núna sem er allt of seint. Vonandi náum við samt að vinna ÍBV á laugardaginn og fylgja þessu eftir,“ sagði Katrín. Þú fannst þig virkilega vel í þessum leik? „Já, ég fann mig mjög vel í þessum leik. Ég var að spila á miðjunni og hef verið að finna mig betur þar heldur en frammi. Þegar ég er á miðjunni er ég meira í takt við leikinn og meira inn í spilinu,“ sagði Katrín í lokin og glotti við tönn.mynd/valli Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Þór/KA slátraði Breiðablik, 1-5, í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspynu á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir sem gáfu tóninn. ÞÓR/KA komst í nokkur ágætis færi strax á upphafsmínútunum. Ber þar helst að nefna færið sem Mateja Zver fékk á 5. mínútu eftir skelfileg mistök hjá markmanni Blika. Hún fékk boltann óvænt en skot hennar var framhjá. Eftir góða pressu frá Norðanstúlkum á fyrstu tíu mínútum leiksins tók Breiðablik til sinna ráða. Heimastúlkur óðu hreinlega í færum sem Victoria markmaður ÞÓRS/KA bjargað ofti á löngum köflum. Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu heimastúlkna á 18. mínútu. Greta Mjöll Samúelsdóttir tók þá hornspyrnu frá hægri sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skallar aftur fyrir sig og í netið. Virkilega vel gert hjá Þórdísi Hrönn. Eftir markið hélt Breiðablik pressunni áfram að marki gestanna en náðu ekki að skora. Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks komust Norðanstúlkur aftur inn í leikinn. Þær náðu að jafna leikinn á 45. mínútu. Sandra María Jessen átti þá þrumuskot sem Mist ver út í teiginn hægra megin. Kayla June Grimsley nær frákastinu og sendir boltann út í teiginn þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir kemur á ferðinni og skorar. Staðan var jöfn, 1-1, eftir fyrri hálfleikinn. Í seinni hálfleik byrjuðu gestirnir af miklum krafti og komust yfir, 1-2, á 59. mínútu. Þar var að verki Sandra Jessen eftir góða sendingu frá Mateja Zver. Sandra var svo aftur á ferðinni aðeins þremur mínútum seinna og skoraði þriðja mark Þórs/KA á 62. mínútu. Katrín Ásbjörnsdóttir átti þá hárfína sendingu inn í teig og Sandra réttur maður á réttum stað og skallar boltann inn. Skyndilega voru gestirnir komnir með tveggja marka forystu og virkuðu mun frískari að sjá. Breiðablik var meira með boltann en ÞÓR/KA skapaði sér mun fleiri færi. Norðanstúlkur voru ekki hættar að skora og Mateja Zver skoraði fjórða mark ÞÓRS/KA eftir góða sendingu frá Katrínu. Mateja launaði Katrínu strax með sendingu tveimur mínútum seinna. Góð sending inn á teig og Katrín renndi boltanum framhjá Ástu í markinu. Staðan orðin 1-5 eftir 81 mínútu og róðurinn orðinn erfiður fyrir heimastúlkur í Breiðablik. Lengra komust þær ekki og Þór/KA sigraði sanngjarnt 1-5 og taka stigin þrjú.Jóhann: Gómsætt veganesti út í erfiða Evrópukeppni „Ég er gríðarlega ánægður með liðið og í raun bara montinn að vera þjálfari þess núna,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, gríðarlega sáttur eftir leikinn. „Þetta small svona hjá okkur í dag. Við höfum mætt með öll hráefnin í leikina hjá okkur í sumar en einhvern veginn ekki verið að mixast þetta rétt saman hjá okkur. En þetta gekk 100% upp hjá okkur í dag en mér finnst að við hefðum átt að gera þetta oftar í sumar miðað við það sem við höfum lagt í leikina,“ sagði Jóhann og bætti við. „Við prófuðum í rauninni ekkert nýtt kannski er þetta meira að ganga upp þar sem við höfum að engu að keppa í deildinni. En vissilega er þetta gómsætt veganesti út í erfiða Evrópukeppni, tala nú ekki um ef við vinnum leikinn á laugardaginn líka,“ sagði Húsvíkingurinn að lokum.Hlynur: Seinni hálfleikur var hrein hörmung „Tilfinningin er ekki góð eftir svona leik. 1-5 lítur afskaplega illa út fyrir okkur,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Blika eftir leikinn. „Við byrjuðum vel í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var hrein hörmung. Það var röð mistaka í jöfnunamarkinu hjá þeim í blálokin á fyrri hálfleiknum. Markmaðurinn okkar fékk högg nokkrum mínútum áður og gerði því ekki nægilega vel í því marki skiljanlega. „Leikurinn hefði líklega spilast öðruvísi ef við höfðu farið með forystu inn í hálfleikinn. En það þýðir ekki að tala um það þar sem seinni hálfleikur var skelfilegur hjá okkur," sagði Hlynur ósáttur í lokin.Katrín: Við stelpurnar höfum verið að tala saman Katrín Ásbjörnsdóttir spilaði virkilega vel fyrir sitt lið og skoraði tvö mörk og lagði annað upp. „Þetta var mjög sætt, sérstaklega þar sem við töpuðum í bikarúrslitum á móti þeim“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir eftir leikinn. „Við erum ekki búnar að gera góða hluti í sumar. Við stelpurnar höfum verið að tala saman til þess að reyna að bæta okkar leik. Þetta er síðan smella hjá okkur núna sem er allt of seint. Vonandi náum við samt að vinna ÍBV á laugardaginn og fylgja þessu eftir,“ sagði Katrín. Þú fannst þig virkilega vel í þessum leik? „Já, ég fann mig mjög vel í þessum leik. Ég var að spila á miðjunni og hef verið að finna mig betur þar heldur en frammi. Þegar ég er á miðjunni er ég meira í takt við leikinn og meira inn í spilinu,“ sagði Katrín í lokin og glotti við tönn.mynd/valli
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira