Lexus innkallar 369.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2013 10:30 Lexus RX 450h Lexus hefur innkallað um 200.000 Hybrid bíla vegna galla í tvinnaflskerfi þeirra. Einir 37.000 þeirra voru seldir í Evrópu og voru 121 þeirra seldir á Íslandi, allir af gerðinni Lexus RX 400h. Toyota á Íslandi hefur sent Neytendastofu tilkynningu um þessa innköllun og verður eigendum bílanna sent bréf þess efnis bráðlega. Bílgerðirnar sem um ræðir í heildarinnkölluninni eru Lexus RX400h, Lexus GS350 og Lexus IS350. Engin banaslys né önnur slys hafa orðið af völdum bilananna að sögn Toyota Motor Corp. Smárar í Hybrid kerfum bílanna eiga það til að ofhitna og við það stöðvast bílarnir. RX400h bílarnir voru framleiddir frá maí 2005 til júní 2011. Innköllun vegna Lexus GS350 og Lexus IS350, sem eru 169.000 talsins eru af öðrum ástæðum. Í þeim eiga boltar það til að gefa sig í vélarrými bílanna, en boltarnir tengja saman sveifarás þeirra og búnað með breytanlegri tímasetningu ventlanna. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent
Lexus hefur innkallað um 200.000 Hybrid bíla vegna galla í tvinnaflskerfi þeirra. Einir 37.000 þeirra voru seldir í Evrópu og voru 121 þeirra seldir á Íslandi, allir af gerðinni Lexus RX 400h. Toyota á Íslandi hefur sent Neytendastofu tilkynningu um þessa innköllun og verður eigendum bílanna sent bréf þess efnis bráðlega. Bílgerðirnar sem um ræðir í heildarinnkölluninni eru Lexus RX400h, Lexus GS350 og Lexus IS350. Engin banaslys né önnur slys hafa orðið af völdum bilananna að sögn Toyota Motor Corp. Smárar í Hybrid kerfum bílanna eiga það til að ofhitna og við það stöðvast bílarnir. RX400h bílarnir voru framleiddir frá maí 2005 til júní 2011. Innköllun vegna Lexus GS350 og Lexus IS350, sem eru 169.000 talsins eru af öðrum ástæðum. Í þeim eiga boltar það til að gefa sig í vélarrými bílanna, en boltarnir tengja saman sveifarás þeirra og búnað með breytanlegri tímasetningu ventlanna.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent