Frábær sigur hjá Björn í Sviss Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 17:31 Thomas Björn hefur sigrað á 14. mótum á Evrópumótaröðinni. Myndir/Getty Images Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira