Snæfell, KR, Skallagrímur og Haukar öll með tvo sigra í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2013 22:03 Mynd/Vilhelm Sjö leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en körfuboltatímabilið er komið aftur að stað eftir sumarfrí. Lengjubikarinn fer að þessu sinni allur fram áður en Domninos-deildin byrjar í október. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fór í DHL-höll þeirra KR-inga og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Snæfell og KR hafa bæði unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum en þau eru saman í D-riðli. Skallagrímur og Haukar hafa einnig unnið tvo fyrstu leiki sína en Borgnesingar eru að byrja tímabilið af krafti og fylgdu á eftir sigri á Hamar með því að vinna KFÍ í kvöld, 86-81.Landsliðsmiðherjinn Stefán Karel Torfason var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Snæfell í 123-73 sigri á Breiðabliki. Jón Ólafur Jónsson skoraði 19 stig á 16 mínútum og Finnur Atli Magnússon var með 18 stig. Sigurður Vignir Guðmundsson skoraði 20 stig fyrir Breiðablik.Brynjar Þór Björnsson skoraði 23 stig í 84-78 sigri KR á ÍR í DHL-höllinni en Martin Hermannsson var með 20 stig og 5 stoðsendingar fyrir Vesturbæjarliðið. Pavel Ermolinskij lék sinn fyrsta leik með KR síðan 2011 og var með 14 stig, 7 fráköst og 7 stolna bolta. Terry Leake skoraði 20 stig fyrir ÍR-liðið.Nýliðar Hauka hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum en liðið vann 83-81 sigur á Þór í kvöld. Haukar voru með örugga forystu en Þórsarar voru nálægt því að stela sigrinum í lokin. Davíð Páll Hermannsson skoraði 26 stig fyrir Hauka en Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði 17 stig fyrir Þór.Íslandsmeistarar Grindavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í Röstinni og unnu öruggan 88-51 sigur. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 16 stig fyrir Grindavík og Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 11 stig. Benedikt Blöndal, Rúnar Ingi Erlingsson og Oddur Birnir Pétursson skoruðu allir átta stig fyrir Val. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en körfuboltatímabilið er komið aftur að stað eftir sumarfrí. Lengjubikarinn fer að þessu sinni allur fram áður en Domninos-deildin byrjar í október. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fór í DHL-höll þeirra KR-inga og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Snæfell og KR hafa bæði unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum en þau eru saman í D-riðli. Skallagrímur og Haukar hafa einnig unnið tvo fyrstu leiki sína en Borgnesingar eru að byrja tímabilið af krafti og fylgdu á eftir sigri á Hamar með því að vinna KFÍ í kvöld, 86-81.Landsliðsmiðherjinn Stefán Karel Torfason var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Snæfell í 123-73 sigri á Breiðabliki. Jón Ólafur Jónsson skoraði 19 stig á 16 mínútum og Finnur Atli Magnússon var með 18 stig. Sigurður Vignir Guðmundsson skoraði 20 stig fyrir Breiðablik.Brynjar Þór Björnsson skoraði 23 stig í 84-78 sigri KR á ÍR í DHL-höllinni en Martin Hermannsson var með 20 stig og 5 stoðsendingar fyrir Vesturbæjarliðið. Pavel Ermolinskij lék sinn fyrsta leik með KR síðan 2011 og var með 14 stig, 7 fráköst og 7 stolna bolta. Terry Leake skoraði 20 stig fyrir ÍR-liðið.Nýliðar Hauka hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum en liðið vann 83-81 sigur á Þór í kvöld. Haukar voru með örugga forystu en Þórsarar voru nálægt því að stela sigrinum í lokin. Davíð Páll Hermannsson skoraði 26 stig fyrir Hauka en Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði 17 stig fyrir Þór.Íslandsmeistarar Grindavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í Röstinni og unnu öruggan 88-51 sigur. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 16 stig fyrir Grindavík og Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 11 stig. Benedikt Blöndal, Rúnar Ingi Erlingsson og Oddur Birnir Pétursson skoruðu allir átta stig fyrir Val.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira