GM kaupir hlutabréfin til baka af ríkinu Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2013 11:15 Chevrolet Camaro er einn framleiðslubíla General Motors General Motors rambaði á barmi gjaldþrots þegar bandaríska ríkið ákvað að bjarga fyrirtækinu í kringum hrunið og eignaðist fyrir vikið 61% í bílaframleiðandanum. Hægt og rólega hefur ríkissjóður Bandaríkjanna selt GM aftur hlutabréfin, eftir að betur fór að ganga. Nýlega seldi hann hlutabréf að andvirði 104 milljarða króna til GM og á nú svo lítið orðið eftir að búist er við að restin af hlutabréfunum veði seld á næstu 12 til 15 mánuðum. Ekki er það þó svo að ríkissjóðurinn fái allt til baka sem hann lagði fram. Sú upphæð nam 5.890 milljörðum króna og nú þegar eru komnir 4.120 til baka. Til þess að ríkissjóðurinn bandaríski fengi allt til baka þyrftu restin að hlutabréfum í eigu hans að seljast á 95 dollarar á hlut, en bréfin eru nú skráð á 35,7 dollarar á hlut. Hlutabréfin gætu hækkað verulega á næstunni en hæpið er að það verð fáist eftir um ár, svo einsýnt er að eitthvert verður tapið í heild. Segja má þó að afleitt tap ríkissjóðsins hefði orðið meira ef fyrirtækið hefði farið á höfuðið og allir starfsmenn þess verið sendir heim. Því lukkaðist aðgerð ríkisstjórnarinnar að því leiti. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent
General Motors rambaði á barmi gjaldþrots þegar bandaríska ríkið ákvað að bjarga fyrirtækinu í kringum hrunið og eignaðist fyrir vikið 61% í bílaframleiðandanum. Hægt og rólega hefur ríkissjóður Bandaríkjanna selt GM aftur hlutabréfin, eftir að betur fór að ganga. Nýlega seldi hann hlutabréf að andvirði 104 milljarða króna til GM og á nú svo lítið orðið eftir að búist er við að restin af hlutabréfunum veði seld á næstu 12 til 15 mánuðum. Ekki er það þó svo að ríkissjóðurinn fái allt til baka sem hann lagði fram. Sú upphæð nam 5.890 milljörðum króna og nú þegar eru komnir 4.120 til baka. Til þess að ríkissjóðurinn bandaríski fengi allt til baka þyrftu restin að hlutabréfum í eigu hans að seljast á 95 dollarar á hlut, en bréfin eru nú skráð á 35,7 dollarar á hlut. Hlutabréfin gætu hækkað verulega á næstunni en hæpið er að það verð fáist eftir um ár, svo einsýnt er að eitthvert verður tapið í heild. Segja má þó að afleitt tap ríkissjóðsins hefði orðið meira ef fyrirtækið hefði farið á höfuðið og allir starfsmenn þess verið sendir heim. Því lukkaðist aðgerð ríkisstjórnarinnar að því leiti.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent